Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fös 29. desember 2023 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Himinlifandi á toppnum eftir 14 mánaða fjarveru - „Stefnum á tvennuna"
Kvenaboltinn
Kristín er 24 ára varnarmaður sem uppalin er í Breiðabliki.
Kristín er 24 ára varnarmaður sem uppalin er í Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hún hefur komið við sögu í öllum leikjum tímabilsins og byrjað þá alla nema þrjá.
Hún hefur komið við sögu í öllum leikjum tímabilsins og byrjað þá alla nema þrjá.
Mynd: Bröndby
Ég bý nálægt vellinum og þetta hentar allt mjög vel
Ég bý nálægt vellinum og þetta hentar allt mjög vel
Mynd: Bröndby
„Það er rosa gott að vera byrjuð að spila á fullu eftir þessi löngu meiðsli, þau voru erfið en allt gekk mjög vel og ég er komin aftur í gang. Ég er himinlifandi með það," sagði Kristín Dís Árnadóttir í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Kristín er leikmaður danska félagsins Bröndby og er félagið sem stendur í toppsæti dönsku deildarinnar. Kristín meiddist illa árið 2022 en kom fyrr á þessu ári til baka.

„Það kemur okkur ekki á óvart að vera á toppnum, það var markmiðið. Deildin hefur spilast upp og niður, við höfum átt mjög góða leiki en svo höfum við aðeins strögglað á milli. En öll liðin í kringum okkur hafa líka verið að ströggla. Þetta er bara hörkuspennandi deild."

„Í lok mars hefst úrslitakeppnin þar sem efstu sex liðin spila innbyrðis. Þetta er hörkujafnt núna. Liðin frá 1. til 5. sætis eru mjög jöfn. Það er hörkuspenna og við erum mjög spenntar að takast á við þennan seinni hluta."

„Danska deildin er hörku deild, sérstaklega núna. Það er búið að vera mikið af jöfnum leikjum, allir einhvern veginn að vinna alla og leikur gegn botnliðinu er ekki auðveld þrjú stig. Það er mjög skemmtilegt, allt smá krefjandi sem er það sem maður vill."


Bröndby er með eins stigs forskot á toppi deildarinnar með 28 stig eftir fjórtán umferðir. Deildin hefst aftur í mars og þá spilar liðið tvisvar við hin liðin í topp sex. Fyrsti leikur eftir vetrarfrí er gegn Kolding í 8-liða úrslitum bikarsins.

„Bröndby vann síðast titilinn 2019 og það er kominn tími á annan. Ég held að félagið hafi unnið deildina alls tólf sinnum en hefur verið smá lægð núna. Við erum á flottu róli núna, erum með flottan hóp og erum að fá liðsstyrk. Við stefnum á tvennuna."

En að meiðslunum, Kristín sleit krossband snemma árs 2022. Var endurkomuferlið lengra en hún bjóst við?

„Nei, ég var eiginlega undirbúin fyrir þetta. Ég þurfti að bíða í tvo mánuði til að komast í aðgerð og það var extra langt. En eftir aðgerðina gekk allt rosa vel og ég var í góðum höndum hérna heima til að byrja með. Það hefur allt gengið mjög vel og ég finn ekkert fyrir því núna. Ég er ekkert að pæla í því lengur sem er mjög gott."

Hún hefur bæði spilað sem miðvörður og hægri bakvörður á tímabilinu. Hjá Breiðabliki þar sem hún lék áður en hún fór til Bröndby spilaði hún oftast í miðverðinum. „Það er búið að vera smá flakk. Við erum búin að spila meira en eitt kerfi. Í síðustu sex leikjum hef ég leyst hægri bakvörðinn. Það hefur gengið mjög vel, gaman að takast á við eitthvað nýtt, þetta er aðeins öðruvísi og ég er meira að sækja (en ég er vön). Ég stefni alltaf á að spila, ég er nokkuð sátt sama hvar það er."

Hvernig er lífið í Kaupmannahöfn?

„Við getum ekki kvartað, erum 20 mínútur frá bænum, ég bý nálægt vellinum og þetta hentar allt mjög vel."

Kristín á hálft ár eftir af samningi sínum við danska félagið. Hvað langar hana að gera varðandi framhaldið?

„Ég ætla sjá til hvað verður í boði. Mig langar auðvitað að fara eitthvað stærra. Það er markmiðið og sérstakleglega ef ég spila mikið og okkur gengur vel eins og það hefur verið að undanförnu. Ég er opin fyrir öllu og vonandi kemur eitthvað skemmtilegt," Kristín.

Í viðtalinu ræðir hún einnig um komu Hafrúnar Rakelar Halldórsdóttur til Bröndby, íslenska landsliðið og Breiðablik.
Athugasemdir