Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   sun 31. mars 2024 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Bernardo Silva um titilbaráttuna: Ekki í okkar höndum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, segir titilinn ekki í höndum hans og liðsfélaga hans, en nú þarf liðið að treysta á að bæði Arsenal og Liverpool misstígi sig í síðustu níu umferðum deildarinnar.

Man City gerði markalaust jafntefli við Arsenal á Etihad í dag en þetta voru verstu mögulegu úrslitin fyrir heimamenn.

Liverpool er nú á toppnum með 67 stig, Arsenal í öðru með 65 stig og Man City í þriðja með 64 stig.

Bernardo hrósaði Arsenal fyrir þroskaða frammistöðu í leiknum í dag.

„Í apríl á síðasta ári fóru þeir maður í mann allan leikinn og þegar þú gerir það þá verður þetta 50-50. Í dag sáum við allt annað Arsenal-lið, með meiri reynslu. Þeir eru með unga leikmenn sem eru nú komnir með aukaár í reynslubankann. Þeir fundu hvernig það var að spila hér á síðustu leiktíð og voru því mun betri í dag.“

„Það getur margt gerst. Núna getum við ekki bara treyst á okkur, við þurfum að treysta á Liverpool og Arsenal núna því við spilum ekki aftur við þessi lið. Þau þurfa að tapa stigum alveg eins og við þurfum að vinna okkar leiki,“
sagði Bernardo Silva.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 19 8 +11 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Bournemouth 10 5 3 2 17 13 +4 18
5 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
6 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
7 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
15 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner