Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   sun 31. mars 2024 15:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keane hrifinn af Mac Allister - „Kynþokkafullur fótbolti"

Liverpool vann Brighton naumlega í úrvalsdeildinni í dag og komst um leið á toppinn.


Mohamed Salah skoraði sigurmarkið eftir hnitmiðaða sendingu frá Alexis Mac Allister en Roy Keane sérfræðingur á Sky Sports var mjög hrifinn af markinu.

„Mac Allister er svo sniðugur fótboltamaður. Ég er svo hrifinn af honum. Yndisleg fyrsta snerting hjá Mo Salah í markinu, þetta var kynþokkafullur fótbolti," sagði Keane.


Athugasemdir
banner