Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 31. júlí 2022 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frank: Ómögulegt að fylla skarð Eriksen
Mynd: EPA

Christian Eriksen gekk til liðs við Manchester United á frjálsri sölu í sumar.


Hann spilaði með Brentford á síðustu leiktíð en það var í fyrsta sinn sem hann spilaði fótbolta eftir að hafa fengið hjartaáfall á EM 2021.

Hann þótti standa sig gríðarlega vel og var mikilvægur hlekkur í liði Brentford. Thomas Frank stjóri Brentford segir að það verði ómögulegt fyrir liðið að fylla skarðið sem hann skilur eftir sig.

„Hann er með rosaleg gæði, við getum ekki fyllt skarðið sem hann skilur eftir sig, það er ómögulegt. Við vonum að við getum það á annan hátt," sagði Frank.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner