Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mið 31. júlí 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ipswich að kaupa Townsend frá WBA
Conor Roberts í baráttunni við Firmino.
Conor Roberts í baráttunni við Firmino.
Mynd: EPA
Ipswich er að ganga frá kaupum á Conor Townsend frá WBA. Nýliðarnir eru sagðir greiða um hálf milljón punda fyrir vinstri bakvörðinn.

Ipswich endaði í 2. sæti ensu Championship deildarinnar í vor og verður því í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Townsend er á leið til Ipswich þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og fer svo til Þýskalands þar sem leikmannahópur liðsins undirbýr sig fyrir komandi átök.

Townsend er 31 árs og er uppalinn hjá Hull. Hann for frá Hull til Scunthorpe en hefur undanfarin sex ár verið hjá WBA, lék 42 leiki með liðinu í Championship deildinni í vetur og bar fyrirliðabandið nokkrum sinnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner