Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 31. júlí 2024 22:26
Kári Snorrason
Úlfur segir vinnubrögð Gunnars galin: Líður eins og maður sé á einhverju skilorði hérna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að stimpla okkur áður en að leikurinn byrjar. hafsentarnir mínir tveir eru teknir afsíðis í upphitun af dómaranum. Truflar þá í upphitun til að segja við þá að hann sé búinn að heyra úr ýmsum áttum að þeir séu búnir að klípa og toga og hann ætli að gefa þeim rautt ef hann verði vitni af því."

Sagði Úlfur Arnar þjálfari Fjölnis en þeir gerðu markalaust jafntefli við Þrótt R. fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Fjölnir

„Mér finnst þetta galið að dómari sé að trufla tvo unga leikmenn í miðri upphitun og eiginlega hóta þeim. Ég heyri hjá mönnum að þetta sé rætt í einhverjum hlaðvörpum. Ég get sýnt honum og öllum sem vilja myndband af Hassan Jalloh kýla Baldvin í magann í síðasta leik."

Gunnar Sigurðsson aðstoðarmaður Úlfs byrjaði leikinn á gulu spjaldi.

„Við vorum mjög hneykslaðir. Það fer einn úr teyminu og segir hversu galið þetta er og skilaboðin við því er að sá einstaklingur byrji leikinn á gulu spjaldi. Manni líður eins og maður sé á einhverju skilorði hérna."

„Mér fannst við byrja leikinn nokkuð sterkt þó að þeir fái tvö hættuleg færin í byrjun leiks en þá fannst mér við byrja leikinn nokkuð sterkt.
En svo jafnast leikurinn út, ekki að það sé nein afsökun en við erum graslið. Við þurfum að venjast gervigrasinu. Mér fannst við vera ágætir í þessum leik en við þurfum að gera meira sóknarlega til að skora."


Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir