Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mið 31. júlí 2024 22:26
Kári Snorrason
Úlfur segir vinnubrögð Gunnars galin: Líður eins og maður sé á einhverju skilorði hérna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að stimpla okkur áður en að leikurinn byrjar. hafsentarnir mínir tveir eru teknir afsíðis í upphitun af dómaranum. Truflar þá í upphitun til að segja við þá að hann sé búinn að heyra úr ýmsum áttum að þeir séu búnir að klípa og toga og hann ætli að gefa þeim rautt ef hann verði vitni af því."

Sagði Úlfur Arnar þjálfari Fjölnis en þeir gerðu markalaust jafntefli við Þrótt R. fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Fjölnir

„Mér finnst þetta galið að dómari sé að trufla tvo unga leikmenn í miðri upphitun og eiginlega hóta þeim. Ég heyri hjá mönnum að þetta sé rætt í einhverjum hlaðvörpum. Ég get sýnt honum og öllum sem vilja myndband af Hassan Jalloh kýla Baldvin í magann í síðasta leik."

Gunnar Sigurðsson aðstoðarmaður Úlfs byrjaði leikinn á gulu spjaldi.

„Við vorum mjög hneykslaðir. Það fer einn úr teyminu og segir hversu galið þetta er og skilaboðin við því er að sá einstaklingur byrji leikinn á gulu spjaldi. Manni líður eins og maður sé á einhverju skilorði hérna."

„Mér fannst við byrja leikinn nokkuð sterkt þó að þeir fái tvö hættuleg færin í byrjun leiks en þá fannst mér við byrja leikinn nokkuð sterkt.
En svo jafnast leikurinn út, ekki að það sé nein afsökun en við erum graslið. Við þurfum að venjast gervigrasinu. Mér fannst við vera ágætir í þessum leik en við þurfum að gera meira sóknarlega til að skora."


Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner