Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 31. júlí 2024 22:26
Kári Snorrason
Úlfur segir vinnubrögð Gunnars galin: Líður eins og maður sé á einhverju skilorði hérna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að stimpla okkur áður en að leikurinn byrjar. hafsentarnir mínir tveir eru teknir afsíðis í upphitun af dómaranum. Truflar þá í upphitun til að segja við þá að hann sé búinn að heyra úr ýmsum áttum að þeir séu búnir að klípa og toga og hann ætli að gefa þeim rautt ef hann verði vitni af því."

Sagði Úlfur Arnar þjálfari Fjölnis en þeir gerðu markalaust jafntefli við Þrótt R. fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Fjölnir

„Mér finnst þetta galið að dómari sé að trufla tvo unga leikmenn í miðri upphitun og eiginlega hóta þeim. Ég heyri hjá mönnum að þetta sé rætt í einhverjum hlaðvörpum. Ég get sýnt honum og öllum sem vilja myndband af Hassan Jalloh kýla Baldvin í magann í síðasta leik."

Gunnar Sigurðsson aðstoðarmaður Úlfs byrjaði leikinn á gulu spjaldi.

„Við vorum mjög hneykslaðir. Það fer einn úr teyminu og segir hversu galið þetta er og skilaboðin við því er að sá einstaklingur byrji leikinn á gulu spjaldi. Manni líður eins og maður sé á einhverju skilorði hérna."

„Mér fannst við byrja leikinn nokkuð sterkt þó að þeir fái tvö hættuleg færin í byrjun leiks en þá fannst mér við byrja leikinn nokkuð sterkt.
En svo jafnast leikurinn út, ekki að það sé nein afsökun en við erum graslið. Við þurfum að venjast gervigrasinu. Mér fannst við vera ágætir í þessum leik en við þurfum að gera meira sóknarlega til að skora."


Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir