Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
banner
   mið 31. júlí 2024 22:26
Kári Snorrason
Úlfur segir vinnubrögð Gunnars galin: Líður eins og maður sé á einhverju skilorði hérna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að stimpla okkur áður en að leikurinn byrjar. hafsentarnir mínir tveir eru teknir afsíðis í upphitun af dómaranum. Truflar þá í upphitun til að segja við þá að hann sé búinn að heyra úr ýmsum áttum að þeir séu búnir að klípa og toga og hann ætli að gefa þeim rautt ef hann verði vitni af því."

Sagði Úlfur Arnar þjálfari Fjölnis en þeir gerðu markalaust jafntefli við Þrótt R. fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Fjölnir

„Mér finnst þetta galið að dómari sé að trufla tvo unga leikmenn í miðri upphitun og eiginlega hóta þeim. Ég heyri hjá mönnum að þetta sé rætt í einhverjum hlaðvörpum. Ég get sýnt honum og öllum sem vilja myndband af Hassan Jalloh kýla Baldvin í magann í síðasta leik."

Gunnar Sigurðsson aðstoðarmaður Úlfs byrjaði leikinn á gulu spjaldi.

„Við vorum mjög hneykslaðir. Það fer einn úr teyminu og segir hversu galið þetta er og skilaboðin við því er að sá einstaklingur byrji leikinn á gulu spjaldi. Manni líður eins og maður sé á einhverju skilorði hérna."

„Mér fannst við byrja leikinn nokkuð sterkt þó að þeir fái tvö hættuleg færin í byrjun leiks en þá fannst mér við byrja leikinn nokkuð sterkt.
En svo jafnast leikurinn út, ekki að það sé nein afsökun en við erum graslið. Við þurfum að venjast gervigrasinu. Mér fannst við vera ágætir í þessum leik en við þurfum að gera meira sóknarlega til að skora."


Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner