Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   lau 31. október 2020 14:23
Ívan Guðjón Baldursson
England: Walker gerði sigurmarkið gegn Sheffield
Sheffield Utd 0 - 1 Man City
0-1 Kyle Walker ('28)

Kyle Walker gerði eina mark leiksins er Manchester City heimsótti Sheffield United í fyrsta leik dagsins í enska boltanum.

Gestirnir frá Manchester voru betra liðið í leiknum en heimamenn í Sheffield sýndu mikla baráttu og komust í nokkrar álitlegar sóknir sem báru þó ekki tilætlaðan árangur.

Walker skoraði á 28. mínútu með föstu skoti utan teigs sem fór meðfram jörðinni og í hornið.

Man City komst nálægt því að auka forystuna en kom knettinum ekki í netið og niðurstaðan 0-1 sigur. City er með ellefu stig eftir sex umferðir. Sheffield er aðeins með eitt stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 36 16 +20 34
3 Aston Villa 16 9 4 3 24 17 +7 31
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 13 +7 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 20 +5 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
16 Nott. Forest 16 5 3 8 16 25 -9 18
17 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
18 West Ham 16 3 5 8 19 31 -12 14
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner