Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 31. október 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
„Ten Hag hefur öskrað á sjónvarpið sitt“
Erik ten Hag var rekinn á mánudaginn.
Erik ten Hag var rekinn á mánudaginn.
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy var líflegur á hliðarlínunni.
Ruud van Nistelrooy var líflegur á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Manchester United vann 5-2 sigur gegn Leicester í deildabikarnum í gær, undir stjórn bráðabirgðastjórans Ruud van Nistelrooy.

„Einhversstaðar í Hollandi hefur Erik Ten Hag verið að öskra á sjónvarpið sitt. Hann hlýtur að hafa hugsað hvar nokkrir af þessum leikmönnum hafa verið að fela sig það sem af er tímabili," skrifar Chris Wheeler blaðamaður Daily Mail í umfjöllun sinni um leikinn.

Ten Hag var rekinn á mánudag og Van Nistelrooy stýrir liðinu þar til Manchester United nær að losa Rúben Amorim frá Sporting í Lissabon.

Wheeler fer reyndar það langt í skrifum sínum að segja að Amorim hljóti að vona að hann losni frá Sporting sem fyrst, ef United haldi áfram á þessari braut undir stjórn Van Nistelrooy gæti sá hollenski endað með að fá starfið til frambúðar.

Manchester United skoraði fjögur mörk fyrir hálfleik í fyrsta sinn síðan 2020 og komst í 8-liða úrslit deildabikarsins.

Van Nistelrooy var gríðarlega líflegur á hliðarlínunni, fagnaði í átt að stuðningsmönnum og lifði sig vel inn í leikinn. Í pistli fyrir leikinn sagði hann blendnar tilfinningar að taka við liðinu enda var hann aðstoðarmaður Ten Hag.

„Þrátt fyrir að ég sé bara ráðinn til bráðabirgða þá er það sannur heiður að stýra þessu liði sem ég elska. Ég mun gera það eins lengi og ég er beðinn um það. Ég lofa því að ég gef mig allan í þetta verkefni og geri mitt til að reyna að snúa gengi okkar við," skrifaði Van Nistelrooy.
Athugasemdir
banner
banner
banner