Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   fös 31. október 2025 14:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Baldur Logi yfirgefur Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Logi Guðlaugsson mun samkvæmt heimildum Fótbolta.net ekki spila með Stjörnunni á næsta tímabili. Samningur hans rennur út á næsta mánuði.

Baldur Logi er 23 ára fjölhæfur miðjumaður sem gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2023.

Hann kom frá FH en þar er hann uppalinn. Tímabilið 2023 spilaði hann talsvert framan af móti en reif liðþófa í júní og spilaði því ekki meira það tímabilið.

Meiðsli settu líka strik í reikninginn í fyrra og á þessu tímabili kom hann við sögu í 17 deildarleikjum og byrjaði fimm þeirra. Hann var ónotaður varamaður í síðustu fjórum leikjum Stjörnunnar á tímabilinu.

Hann var orðaður í burtu fyrir sumargluggann en ekkert varð úr því að hann færi þá frá Stjörnunni.

Hann þótti einn efnilegasti leikmaður landsins á sínum tíma, lék sinn fyrsta leik 2017 og á sínum tíma lék hann 17 unglingalandsleiki.
Athugasemdir
banner
banner