Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 08. júlí 2019 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 10. umferðar - Sex úr Þrótti og Pétur í fjórða sinn
Þróttarar unnu 7-0 sigur á Magna.
Þróttarar unnu 7-0 sigur á Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Pétur Theódór Árnason fagnar marki gegn Njarðvík.
Pétur Theódór Árnason fagnar marki gegn Njarðvík.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Harley Willard.
Harley Willard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tíundu umferð Inkasso-deildarinnar lauk um helgina. Þróttur R. skoraði sjö mörk gegn Magna og á sex fulltrúa í liðinu. Þórhallur Siggeirsson er þjálfari umferðarinnar og komast Arnar Darri Pétursson, Sindri Scheving, Daði Bergsson, Jasper Van Der Hayden og Rafael Victor í lið umferðarinnar.



Fjölnir er á toppnum eftir góðan útisigur á Leikni. Rasmus Christiansen stóð upp úr í liði Fjölnis.

Aron Elí Sævarsson fékk draumabyrjun í búningi Þórs er hann skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Þór vann 3-0 sigur á Fram og átti Jónas Björgvin Sigurbergsson einnig mjög góðan leik.

Grótta heldur áfram að koma á óvart. Grótta er í öðru sæti, tveimur stigum frá Fjölni. Í fjórða sinn í sumar kemst Pétur Theódór Árnason í lið umferðarinnar. Hann er búinn að vera algjörlega frábær og skora níu mörk í 10 deildarleikjum. Hann skoraði tvennu í 3-1 sigri á Njarðvík. Þar var Axel Freyr Harðarson einnig með mark og stoðsendingu.

Víkingur Ólafsvík vann 2-0 sigur á Aftureldingu og þar var Bretinn Harley Willard maður leiksins.

Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner