Eyjólfur Sverrisson hefur valið U21 árs landsliðshópinn sem fer á EM í Danmörku en hópurinn heldur út þann 8. júní næstkomandi.
,,Þetta var erfitt val. Það var fullt af strákum sem maður vildi taka með," sagði Eyjólfur á fréttamannafundi í dag.
Guðlaugur Victor Pálsson leikmaður Hibernian er ekki í hópnum og ekkert pláss er fyrir Kristinn Steindórsson og Kristinn Jónsson leikmenn Breiðabliks en allir þessir leikmenn komu við sögu í undankeppninni.
Fyrsti leikur Íslands er við Hvíta Rússland laugardaginn 11. júní. Danmörk og Sviss eru svo einnig með Íslendingum í riðlinum.
Markverðir:
Arnar Darri Pétursson (SønderjyskE)
Haraldur Björnsson (Valur)
Óskar Pétursson (Grindavík)
Varnarmenn:
Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Hjörtur Logi Valgarsson (IFK Gautaborg)
Eggert Gunnþór Jónsson (Hearts)
Hólmar Örn Eyjólfsson (West Ham)
Jón Guðni Fjóluson (Fram)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson (Coventry)
Birkir Bjarnason (Viking)
Bjarni Þór Viðarsson (Mechelen)
Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik)
Gylfi Þór Sigurðson (Hoffenheim)
Jóhann Berg Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Almarr Ormarsson (Fram)
Framherjar:
Alfreð Finnbogason (Lokeren)
Björn Bergmann Sigurðarson (Lilleström)
Kolbeinn Sigþórsson (AZ)
Arnór Smárason (Esbjerg)
Rúrik Gíslason (OB)