Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 30. ágúst 2013 12:00
Magnús Már Einarsson
Arnar Björnsson spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Arnar Björnsson.
Arnar Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Liverpool og Manchester United gera jafntefli samkvæmt spá Arnars.
Liverpool og Manchester United gera jafntefli samkvæmt spá Arnars.
Mynd: Getty Images
Hólmbert Aron Friðjónsson fékk fjóra rétta þegar hann spáði síðast í leiki helgarinnar á Englandi.

Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, fær það verkefni að spá í leiki helgarinnar að þessu sinni. Arnar spáir í níu leiki í ensku úrvalsdeildinni sem og leik FC Bayern og Chelsea um ofurbikar Evrópu í kvöld.

Chelsea 1 - 1 FC Bayern, Bayern vinnur í vító (18:45 í kvöld)
Þetta verður hressilegur leikur. Guardiola gegn Mourinho, ekki Barcelona og Real. Ekki leiðinlegt að byrja helgina á því að góna á þennan leik.

Manchester City 3 -0 Hull (11:45 á morgun)
City rúllar yfir strákana hans Steve Bruce sem verður orðinn eldrauður í framan áður en fyrri hálfleikurinn er hálfnaður.

Cardiff 1 -1 Everton (14:00 á morgun)
Sigur Cardiff á City um síðustu helgi gefur Walesverjunum kraft á heimavelli. Aron og Frazier Campbell sjá um þetta. Fellaini og Baines verða verða farnir til United en Everton krækir í jafntefli.

Newcastle 1 - 1 Fulham (14:00 á morgun)
Syrtir í álinn hjá Alan Pardew, hann skilur ekki Frakkana og þeir ekki hann. Berbatov nennir að spila og Fulham krækir í stig. Fulham í góðri æfingu eftir langan leik við D-deildarliðið Burton Albion í deildabikarnum.

Norwich 2 - 2 Southampton (14:00 á morgun)
Athyglisverður leikur. B-lið Leeds, þeir Snodgrass, Howson og Johnson bera af á vellinum gegn skemmtilegu liði Southampton.

West Ham 2 - 0 Stoke (14:00 á morgun)
Heimamenn hamra þetta af öryggi. Pottþéttur sigur.

Crystal Palace 2 - 1 Sunderland (16:30 á morgun)
Strákarnir hans Di Canio eyddu öllu púðrinu þegar þeir unnu MD Dons í deildabikarnum. Tankurinn tómur og Ian Holloway vinnur dansinn á hliðarlínunni.

Liverpool 1 - 1 Manchester United (12:30 á sunnudag)
Stórleikur helgarinnar verður vonandi skemmtilegri en Man. Utd-Chelsea. MU vann 2-1 í báðum á síðustu leiktíð en þessi endar með jafntefli.

WBA 3 - 1 Swansea (12:30 á sunnudag)
Albion vann 2-1 á síðustu leiktíð á The Hawthorns og vinna aftur fyrir Anelka.

Arsenal 2 - 2 Tottenham (15:00 á sunnudag)
Leikur liðanna á Emirates á síðustu leiktíð var geggjaður og þessi verður í sama gæðaflokki. Arsenal hefur unnið rimmuna 5-2 á tveimur síðustu leiktíðum. Í báðum leikjunum hefur einum leikmanni Spurs verið vísað af velli.

Eldri spámenn:
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner