Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 21. september 2015 10:30
Fótbolti.net
Úrvalslið 20. umferðar: Þrír Blikar í liðinu
Ragnar Bragi Sveinsson átti frábæran leik í Árbæ.
Ragnar Bragi Sveinsson átti frábæran leik í Árbæ.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Skagamenn eru hólpnir.
Skagamenn eru hólpnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tókst ekki að innsigla Íslandsmeistaratitilinn í 20. umferð Pepsi-deildarinnar sem fram fór í gær. Hafnarfjarðarliðið tapaði fyrir Breiðabliki í æsispennandi leik. Eyjamenn fengu risastórt stig og stefnir allt í að Leiknir fylgi Keflavík niður.

Þjálfari umferðarinnar er Gunnlaugur Jónsson en Skagamenn unnu 4-0 sigur gegn Keflavík og eru búnir að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta ári.



Í úrvalsliðinu er svo sóknarmaðurinn Garðar Gunnlaugsson sem skoraði tvívegis. Blikar eiga þrjá fulltrúa í liðinu. Það eru markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson, varnarmaðurinn Damir Muminovic sem skoraði sigurmarkið og svo maður leiksins, Atli Sigurjónsson.

Fylkismenn unnu afar sannfærandi sigur gegn Leikni 3-1. Ásgeir Eyþórsson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Ragnar Bragi Sveinsson fá pláss í úrvalsliðinu en sá síðastnefndi var maður leiksins.

Stjörnumenn eru farnir að minna á liðið sem þeir voru í fyrra, þeir unnu 3-0 sigur gegn KR. Brynjar Gauti Guðjónsson og Veigar Páll Gunnarsson fá pláss í úrvalsliðinu. Markaflóð var í Grafarvogi þar sem Fjölnir vann 4-3 sigur gegn Víkingi en Aron Sigurðarson var maður leiksins.

Þá er Ian Jeffs í liðinu en hann var maður leiksins þegar ÍBV náði 3-3 jafntefli gegn Val eftir að hafa verið 1-3 undir í leiknum. Jeffs skoraði jöfnunarmarkið.

Fyrri úrvalslið:
19. umferð
18. umferð
17. umferð
16. umferð
15. umferð
14. umferð
13. umferð
12. umferð
11. umferð
10. umferð
9. umferð
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner