Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. september 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Þrenna Tryggva: Andri er alltaf að fara að bæta markametið
Mynd: Fótbolti.net
Andri slær markametið samkvæmt spá Tryggva.
Andri slær markametið samkvæmt spá Tryggva.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, skoraði margar þrennur á ferlinum og í sumar er hann með þrennuna eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni. Þar tekur Tryggvi fyrir þrjú málefni sem brenna á honum.

Hér að neðan má sjá það sem vakti athygli Tryggva í 20. umferðinni.

Verðskuldað hjá Val
Valur er besta liðið, það er engin spurning. Við sjáum að FH bjargar sér fyrir horn á lokamínútunni gegn ÍBV í leik þar sem þeir eiga þannig séð ekkert skilið. Á meðan taka Valsmenn lið Fjölnis í bakaríið og sýna þeim einfaldlega hverjir eru bestir. Fyrir mér var þetta ljóst fyrir 3-4 umferðum síðan en núna er þetta staðfest. Allt hrós fer til leikmanna Vals og Óla Jó. Þó að það hafi verið hundur í honum þá er hann að gera frábæra hluti. Bjössi Hreiðars verður að fá hrós líka. Maður er spenntur að fylgjast með framtíðinni.

Andri Rúnar slær markametið
Ég er búinn að gefa frá mér þetta markamet. Andri Rúnar er allan tímann að fara að bæta þetta met. Hann er að skora í hverjum leik. Það er sama hvernig liðið hans er að spila og hvernig hann er að spila, það kemur alltaf mark. Hann er kominn upp í 18 mörk og vantar eitt mark til að jafna en tvö til að fara yfir okkur snillingana. Það eru tveir leikir eftir og þetta er alltaf að fara að gerast. Eins og bad loser þá segir maður að við gerðum þetta í 18 leikjum og hann er að fá fleiri leiki. Það er löngu kominn tími á þetta eftir að það var fjölgað í deildinni. Ég hefði getað séð Steven Lennon eða einhvern annan en hann gera þetta. Það er það sem gerir þetta magnað. Andri hefur skorað 18 af 28 mörkum Grindavíkur. Þetta er 27 ára strákur úr sveitinni sem lætur allt í einu allt ganga upp. Mér finnst þetta vera falleg saga.

Nýliðar í flottum málum
Það er ekki oft sem við sjáum báða nýliðana stimpla sig svona vel inn. Það er oftast þannig að annað liðið fellur og hitt er jafnvel í basli líka. Bæði Grindavík og KA hafa stimplað sig vel inn og það er ógeðslega gaman þegar svona hlutir gerast. Auðvitað hefur KA þurft að eyða svolitlum pening í þetta eins og Óli Jó kom inn á í síðustu umferð en það er partur af þessu. Grindavík hefur gert þetta aðeins öðruvísi. Þeir hafa eytt einhverju en samt ekki miklu. Mér finnst líka töff að þetta séu lið utan höfuðborgarinnar. Ég hef alltaf gaman að því.

Sjá einnig:
Eldri þrennur Tryggva
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner