Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   þri 10. apríl 2018 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gregg þjálfar ekki Þrótt R. (Staðfest) - „Faglegur ágreiningur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Reykjavík var að senda frá sér tilkynningu þar sem segir að Englendingurinn Gregg Ryder muni ekki stýra liðinu í Inkasso-deildinni í sumar. Þetta kemur á óvart, sérstaklega í ljósi þess að afar stutt er orðið í að Íslandsmótið hefjist.

„Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar og Gregg Ryder hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla frá og með deginum í dag," segir í tilkynningunni.

„ Ástæða starfslokanna er faglegur ágreiningur sem ekki tókst að leysa úr," segir þar enn fremur.

Eftir síðasta tímabil sagði Gregg í viðtölum að hann væri tilbúinn að halda áfram ef stjórnin sýndi metnað með því að vera tilbúin að styrkja leikmannahópinn. Hann gerði svo nýjan samning. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net voru Gregg og stjórnin ekki sammála með hvaða hætti ætti að styrkja liðið fyrir komandi tímabil.

Gregg tók við Þrótti eftir tímabilið 2013 eftir að hafa þjálfað yngri flokka ÍBV. Á hans öðru tímabili kom hann liðinu upp í Pepsi-deildina en liðið fór beint niður aftur. Það hafnaði í þriðja sæti Inkasso-deildarinnar síðasta sumar og var fjórum stigum frá öðru sætinu.

Þróttur þarf nú að ráða nýjan þjálfara fyrir sumarið en fyrsti deildarleikur liðsins verður gegn Njarðvík 5. maí.
Athugasemdir
banner