Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. júlí 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
Gunni giskar á 14. umferðina í Inkasso
Gunnar Birgisson að störfum fyrir RÚV.
Gunnar Birgisson að störfum fyrir RÚV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Leiknis og Magna í síðustu umferð.
Úr leik Leiknis og Magna í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn var með tvo leiki rétta í síðustu umferð Inkasso-deildarinnar en nú er komið að fjölmiðlamanninum Gunnari Birgissyni að spreyta sig.

Gunnar er einn af sérfræðingum Innkastsins hér á Fótbolta.net en dagskrárliðurinn 'Gunni giskar' hefur fyrir löngu slegið rækilega í gegn. Þar giskar Gunnar á úrslit í Pepsi Max-deildinni með misjöfnum árangri.

Að þessu sinni spreytir Gunnar sig á 14. umferð Inkasso-deildarinnar.

Njarðvík 1 - 2 Leiknir (í kvöld 19:15)
Eftir að ég sá að Birkir Björnsson byrjaði inná í síðasta leik þá hef ég engar áhyggjur af Leikni. Njarðvík skorar sjaldséð mark á heimavelli, því ber að fagna.

Víkingur Ó. 3 - 0 Þróttur (í kvöld 19:15)
Það verður kaldur dagur í helvíti þegar ég fer að veðja gegn Ejub. Þegar síga fer á seinni hluta móts þá gjörsamlega hatar hann að tapa fótboltaleikjum.

Haukar 0 - 1 Fram (í kvöld 19:15)
Það er á brattann að sækja hjá Haukum og mér finnst falldraugurinn vera gera sig líklegan að banka á dyrnar á Ásvöllum. Þetta tap verður í svekkjandi kantinum, mark á 87. mín. Jökull Steinn kemur sennilega til með að þrusa einum í vinkilinn.

Afturelding 2 - 2 Keflavík (í kvöld 19:15)
Ég er líklegur til að mæta á þennan leik, held að vísu að ég hafi ekki val. Afturelding spilar sjaldan leiðinlega leiki og ef út í það er farið ekki Keflavík heldur. Andri Freyr hrækir inn tveimur mörkum í fyrri en Keflavík jafnar í seinni. Spænska sendiráðið verður með snittur og sangríu í hálfleik hef ég heyrt.

Grótta 2 - 3 Þór (föstudag 18)
Þórsarar vilja kvitta fyrir tapið fyrir norðan og mæta dýrvitlausir og búnir að endurheimta öll sin sterkustu vopn. Grótta að sjálfsögðu er inní leiknum og komast sennilega yfir en Þór tekur stigin þrjú.

Magni 1 - 5 Fjölnir (laugardag 16)
Ási Arnars elskar landsbyggðina og þekkir hana inn og út. Eftir góð stopp í öllum helstu sjoppum landsins þá mætir Fjölnir á útopnu á Grenivík og leikurinn svo gott sem búinn eftir 25 mín hugsa ég.

Sjá fyrri spámenn:
Úlfur Blandon (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Sindri Snær Magnússon (3 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (3 réttir)
Björgvin Stefánsson (3 réttir)
Hjálmar Örn Jóhannsson (2 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Alex Þór Hauksson (1 réttur)
Gunnar Þorsteinsson (1 réttur)
Hörður Ingi Gunnarsson (1 réttur)
Davíð Örn Atlason (1 réttur)
Arnar Sveinn Geirsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner