Rafael Victor (Þróttur R.)
„Ég er ánægður, bæði með sigurinn og mörkin þrjú," segir portúgalski framherjinn sem skoraði þrennu í 4-2 sigri Þróttar R. á Haukum í Inkasso-deildinni.
Hann er leikmaður 15. umferðar hjá Fótbolta.net. eftir frammistöðu sína gegn Haukum.
Hann er leikmaður 15. umferðar hjá Fótbolta.net. eftir frammistöðu sína gegn Haukum.
Eftir þrennuna gegn Haukum er Rafael markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Helga Guðjónssyni úr Fram og Pétri Theódóri Árnasyni úr Gróttu.
„Ég er mjög ánægður með það. Það er gott að vera á meðal markahæstu manna og það ver hvatning fyrir mig. Ég vil skora eins mikið af mörkum og ég mögulega get."
Rafael er aðeins 22 ára gamall og er þetta hans fyrsta reynsla utan heimalandsins.
„Ég hef notið þess að vera hérna. Þetta er mín fyrsta reynsla utan Portúgal og það er mikil ánægja fyrir mig að vera hérna á Íslandi."
Spurður að því hvort hann ætli að vera áfram á Íslandi á næsta tímabili sagði hann: „Ég veit það ekki, við sjáum hvað gerist."
Eftir sigurinn á Haukum er Þróttur í áttunda sæti með 21 stig.
„Ég vil að við endum á meðal efstu liða og eigum gott tímabil," sagði Rafael Victor, leikmaður 15. umferðar Inkasso-deildarinnar.
Sjáðu einnig
Bestur í 14. umferð - Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 13. umferð - Dino Gavric (Þór)
Bestur í 12. umferð - Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Bestur í 11. umferð - Kenneth Hogg (Njarðvík)
Bestur í 10. umferð - Jasper Van Der Hayden (Þróttur)
Bestur í 9. umferð - Már Ægisson (Fram)
Bestur í 8. umferð - Marcao (Fram)
Bestur í 7. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Bestur í 6. umferð - Alvaro Montejo (Þór)
Bestur í 5. umferð - Nacho Heras (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Bestur í 3. umferð - Axel Sigurðarson (Grótta)
Bestur í 2. umferð - Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Athugasemdir