Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 08. júlí 2019 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 10. umferð: Meiddist eftir fimm mínútur
Jasper Van Der Hayden.
Jasper Van Der Hayden.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lifi.
Lifi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belginn Jasper Van Der Hayden er leikmaður tíundu umferðar Inkasso-deildarinnar. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í stórsigri Þróttar gegn Magna.

Sjá einnig:
Úrvalslið 10. umferðar í Inkasso

„Þegar þú vinnur 7-0 þá er ekki vitlaust að segja að frammistaðan hafi verið góð hjá liðinu," segir Jasper, en Þróttarar unnu mjög svo þægilegan 7-0 sigur gegn botnliði Magna.

Jasper spilaði aðeins rúmar 50 mínútur í leiknum en tókst að skila mjög góðu dagsverki.

„Við vissum að við yrðum að vinna þennan leik og að gera það með svona lokatölum er mjög gott fyrir liðsandann. Við gerðum það sem var beðið um frá okkur. Við settum pressu á þá, héldum boltanum innan liðsins, vorum ekki að þvinga spilið og nýttum færin sem við fengum (eða flest þeirra)."

„Það var gott að skora tvö mörk og leggja upp eitt miðað við að ég spilaði aðeins 50 mínútur og meiddist aðeins eftir fimm mínútur í leiknum."

Vissi ekki við hverju ég ætti að búast
Jasper er 24 ára gamall, en hann kom til Þróttar fyrir síðustu leiktíð eftir að hafa leikið í heimalandi sínu, Belgíu. Hann hafði aldrei leikið annars staðar en í Belgíu áður en hann kom til Íslands.

„Ég vissi í rauninni ekki við hverju ég ætti að búast vegna þess ég afði alltaf spilað í Belgíu. Veðrið er auðvitað allt öðruvísi, jafnvel þó svo að það hafi verið mjög gott á Íslandi á þessu ári."

Af hverju ákvað hann að taka annað tímabil með Þrótti?

„Vegna þess að ég er ekki enn búinn að finna kærustu," sagði Jasper léttur. „Og auðvitað líka vegna þess að ég hef mjög gaman að því að vera hérna á Íslandi og vegna þess að ég vissi að ég gæti gert betur en á síðasta tímabili."

„Það tekur alltaf tíma að aðlagast nýju landi. Við erum líka með nýja þjálfara og mikið af nýjum leikmönnum. Á síðasta tímabili skoraði ég fjögur og lagði upp 11. Ég vonaðist til þess að ég myndi skora meira á þessu tímabili og vonandi get ég haldið svona áfram," sagði Jasper, en hann er kominn með fimm mörk í 10 leikjum í Inkasso-deildinni í sumar.

Vonast eftir betri seinni hluta
Þróttur er í áttunda sæti Inkasso-deildar karla með 13 stig. Jasper vonast til þess að seinni hlutinn verði betri.

„Við byrjuðum frekar illa á síðasta tímabili líka og enduðum á því að spila mjög vel í seinni hlutanum. Ég vona að við gerum það sama núna. Að mínu mati eigum við að vera hærra í töflunni en áttunda sæti," sagði Jasper Van Der Hayden, leikmaður 10. umferðar Inkasso-deildar karla.

Sjá einnig:
Bestur í 9. umferð - Már Ægisson (Fram)
Bestur í 8. umferð - Marcao (Fram)
Bestur í 7. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Bestur í 6. umferð - Alvaro Montejo (Þór)
Bestur í 5. umferð - Nacho Heras (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Bestur í 3. umferð - Axel Sigurðarson (Grótta)
Bestur í 2. umferð - Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Athugasemdir
banner
banner
banner