mán 22. júlí 2019 15:40
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 13. umferð: Segir sitt að þetta er mitt fjórða ár á Íslandi
Dino Gavric (Þór)
Dino fagnar sigurmarki sínu í leiknum gegn Aftureldingu.
Dino fagnar sigurmarki sínu í leiknum gegn Aftureldingu.
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Raggi Óla
Króatíski varnarmaðurinn Dino Gavric hefur verið valinn besti leikmaður 13. umferðar Inkasso-deildarinnar en hann skoraði sigurmark Þórs Akureyri sem vann 2-1 útisigur gegn Aftureldingu.

Markið kom í blálok leiksins og Dino segir að það hafi verið góð tilfinning að sjá boltann í netinu.

Sjá einnig:
Úrvalslið 13. umferðar í Inkasso

„Tilfinningin var hreinlega ótrúleg. Þetta var mitt fyrsta mark á tímabilinu og það hefði ekki getað komið á betri tímapunkti," segir Dino.

„Við vissum það vel að þetta yrði ekki auðveldur leikur og það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að ná sigri og halda okkur eins nálægt toppsætinu og mögulegt er."

Þórsarar eru í öðru sætinu og vonast eftir því að spila í Pepsi Max-deildinni á næsta ári.

„Ég reyni alltaf að vera bjartsýnn og ég tel að okkar lið hafi svo sannarlega gæðin og kraftinn til að fara upp. Við munum berjast allt til loka."

Hvernig metur Dino eigin frammistöðu í sumar?

„Á heildina litið er ég ánægður með hana en ég tel að ég geti klárlega gert enn betur," segir Dino sem var næst spurður út í hvernig honum liði á Íslandi?

„Þetta er mitt fjórða ár hér á Íslandi og það segir sitt um það hversu ánægður ég er hérna! Sérstaklega er ég ánægður með þetta tímabil hjá Þór. Við erum með frábæran hóp af jákvæðum og vinalegum gaurum í liðinu og ég er verulega ánægður með að vera hluti af því."

Sjáðu einnig
Bestur í 12. umferð - Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Bestur í 11. umferð - Kenneth Hogg (Njarðvík)
Bestur í 10. umferð - Jasper Van Der Hayden (Þróttur)
Bestur í 9. umferð - Már Ægisson (Fram)
Bestur í 8. umferð - Marcao (Fram)
Bestur í 7. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Bestur í 6. umferð - Alvaro Montejo (Þór)
Bestur í 5. umferð - Nacho Heras (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Bestur í 3. umferð - Axel Sigurðarson (Grótta)
Bestur í 2. umferð - Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner