Alvaro Montejo Calleja skoraði tvö mörk í 0-3 sigri Þórs á Haukum í 6. umferð Inkasso-deildarinnar. Þór situr á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot.
Alvaro er leikmaður sjöttu umferðar Inkasso-deildarinnar að mati Fótbolta.net.
Alvaro er leikmaður sjöttu umferðar Inkasso-deildarinnar að mati Fótbolta.net.
„Ég var mjög ánægður eftir sigurinn gegn Haukum. Við héldum hreinu og svo skoraði ég tvö mörk, þetta var mjög gott," sagði Alvaro í samtali við Fótbolta.net.
Þór tapaði tveimur leikjum í röð áður en að liðið komst á sigurbraut. Nú hefur liðið unnið þrjá leiki í röð og situr Þór á toppi deildarinnar með 15 stig.
„Við höfum lært af mistökum og erum búnir að slípast betur saman. Við erum með „solid" lið."
Baldvin Rúnarsson, einn harðasti Þórsari fyrr og síðar, lést nú á dögunum og segir Montejo að fólkið í kringum klúbbinn standi saman í gegnum þessa erfiðu tíma.
„Þetta hafa verið erfiðir dagar en fólkið í kringum þennan magnaða klúbb hefur staðið saman. Við erum öll ein stór fjölskylda. Alveg sama hvort það sé innan eða utan vallar,"
Montejo er markahæstur í Inkasso-deildinni með sjö mörk. Hann er með háleit markmið fyrir sumarið.
„Markmiðið mitt er að gera betur en í fyrra. Ég skoraði sextán mörk á síðasta tímabili svo að ég ætla að gera betur en það í ár. Þetta er erfið deild og ég geri ráð fyrir því að liðin sem eru í efstu fjórum sætunum séu þau lið sem verði að berjast um sæti í Pepsi Max."
Spánverjinn segist vera hæstánægður í herbúðum Þórs.
„Ég talaði við nokkur lið í Pepsi Max-deildinni eftir síðasta tímabil en ég er ánægður hér og er á þeim stað sem ég vil vera."
Sjá einnig:
Bestur í 7. umferð: Gunnar Örvar Stefánsson(Magni)
Bestur í 5. umferð: Nacho Heras (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Bestur í 3. umferð - Axel Sigurðarson (Grótta)
Bestur í 2. umferð - Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Athugasemdir