Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 15. maí 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 2. umferð: Erfitt að vera ungur í Keflavík undanfarin ár
Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Rúnar Þór Sigurgeirsson fékk kassa af Ripped fyrir að vera leikmaður umferðarinnar.
Rúnar Þór Sigurgeirsson fékk kassa af Ripped fyrir að vera leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
„Það gerist ekki betra en sex stig úr fyrstu tveimur leikjum en í báðum leikjunum erum við seinir af stað en síðan hefur þetta smollið í seinni hálfleik," sagði Rúnar Þór Sigurgeirsson leikmaður Keflavíkur.

Rúnar Þór er leikmaður 2. umferðar í Inkasso-deildinni. Hann var besti leikmaður vallarins í 3-1 sigri Keflavíkur á Magna.

„Þetta var erfiður leikur sérstaklega þar sem við keyrðum í leikinn þannig við vorum svoldið seinir að byrja leikinn. Eftir fyrsta markið þá vöknuðum við til lífsins og fórum að spila eins og menn," sagði Rúnar Þór sem var ekkert sérlega ánægður með fyrri hálfleikinn, bæði hjá liðinu og hjá sér persónulega.

„Ég eins og allir aðrir í leiknum vorum seinir og á hælunum í fyrri hálfleik svo eftir það kviknaði á mér og við settum í fimmta gír."

Eftir erfitt tímabil í Pepsi deildinni í fyrra hafa Keflvíkingar ákveðið að treysta á unga leikmenn og ætla að byggja upp. Rúnar Þór er einn af þeim leikmönnum sem Keflvíkingar binda miklar vonir við en hann verður tvítugur í lok desember.

„Ég er virkilega sáttur með þessa ákvörðun og að hafa Eystein og Jankó þarna með öllum þessum ungu leikmönnum er bara frábært. Þeir eru báðir mjög góðir í því sem þeir eru að gera, það hefur verið erfitt að vera ungur í Keflavík undanfarin ár en þetta er frábær stefna finnst mér," sagði Rúnar Þór sem hefur verið í bakverðinum hjá Keflvíkingum í sumar.

„Ég hef verið að flakka á milli þess að vera á kantinum og í bakverðinum. Eftir að ég kom upp í 2.flokk þá hef ég aðallega spilað sem bakvörður," sagði Rúnar Þór sem segir markmið Keflavíkur vera einfalt. „Spila bara einn leik í einu og spila vel sem lið," sagði hinn ungi og efnilegi Rúnar Þór sem hefur byrjað Inkasso-deildina vel með Keflavík í sumar og í bæði skiptin verið í liði umferðarinnar.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)

Athugasemdir
banner
banner