Nacho Heras - Leiknir
Varnarmaðurinn Nacho Heras er leikmaður 5. umferðar í Inkasso-deildinni eftir góða frammistöðu gegn sínum gömlu félögum í Víkingi Ólafsvík. Hann skoraði seinna mark Leiknis í leiknum.
Nacho kemur frá Spáni en hann hefur leikið á Íslandi frá 2017. Hann lék með Víkingi Ó. 2017 og 2018 en fyrir tímabilið samdi hann við Leikni í Breiðholti þar sem hann fer vel af stað.
Eftir sigurinn á Ólsurum síðasta föstudag er Leiknir í fimmta sæti með níu stig.
„Frábær en skrýtin tilfinning, sérstaklega eftir að hafa skorað tvö mörk, en bara eitt í rauninni," segir Nacho við Fótbolta.net. Hann skoraði mark í fyrri hálfleiknum sem var dæmt af vegna rangstöðu. Dómurinn var umdeildur. Hann skoraði svo aftur í seinni hálfleiknum, mark sem taldi.
„Þetta var sérstakur leikur fyrir mig á móti sérstöku liði. Þetta voru blendnar tilfinningar fyrir mig."
„Ég er mjög ánægður hjá Leikni, með félagið og liðsfélagana og einnig hvernig tímabilið hefur verið hingað til. Við vorum óheppnir gegn Aftureldingu og gegn Njarðvík, en við erum að standa okkur vel."
Nacho segist kunna mjög vel við sig á Íslandi.
„Ég fór frá Ólafsvík því við náðum ekki samkomulagi, en ég er mjög þakklátur og stoltur af tíma mínum þar. Þetta er þriðja árið mitt á Íslandi og auðvitað líkar mér vel hérna. Fólkið er stórkostlegt hérna. Kannski er þetta ekki mitt síðasta ár hérna."
„Ég ræddi við félög í Pepsi Max-deildinni og Inkasso-deildinni, en ég valdi Leikni og ég er svo ánægður að vera hérna," sagði þessi skemmtilegi Spánverji.
Sjá einnig:
Bestur í 4. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Bestur í 3. umferð - Axel Sigurðarson (Grótta)
Bestur í 2. umferð - Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir