Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. maí 2019 17:30
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 4. umferð: Vörn byrjar hjá fremstu mönnum
Emir Dokara fékk kassa af Ripped fyrir að vera leikmaður umferðarinnar.
Emir Dokara fékk kassa af Ripped fyrir að vera leikmaður umferðarinnar.
Mynd: ÞHH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn, Emir Dokara er leikmaður 4. umferðar í Inkasso-deildinni eftir sína frammistöðu í 2-0 sigri liðsins á Þór um helgina.

Víkingur Ólafsvík er á 2. sæti deildarinnar með 10 stig jafn mörg stig og Keflavík sem er á toppi deildarinnar. Ólafsvíkingar hafa aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu fjórum umferðunum.

„Þetta var mikilvægur sigur. Þór er með gott lið, flotta leikmenn en það gekk allt upp hjá okkur og við náðum þremum stigum," sagði Emir Dokara í samtali við Fótbolta.net sem var ánægður með spilamennskuna í leiknum gegn Þór, bæði hjá sér og liðinu.

„Það er samt alltaf hægt að gera aðeins betur. Ég reyni að gera mitt besta," sagði Emir sem er einnig ánægður með byrjunina á tímabilinu og spyr hreinlega til baka, hvernig er annað hægt?

„Við byrjuðum vel og ætlum að halda áfram í þessa átt. Við ætlum að reyna halda einbeitingu í hverju leik og svo kemur allt hitt. Við einbeitum okkur af næsta leik, tökum einn leik í einu. Markmiðið er að halda áfram eins og við höfum byrjað," sagði Emir.

Eins og fyrr segir hefur Víkingur aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu fjórum umferðunum. Hann segir liðið einbeita sér mikið af varnarleiknum og þá snúist það ekki bara um öftustu varnarmennina heldur allt liðið.

„Við erum að reyna að spila góðan varnarleik, sem þýðir ekki bara hvernig varnarlínan spilar. Vörn byrjar hjá fremstu mönnum og endar svo hjá markmanni. Okkur hefur tekist það mjög vel hingað til," sagði Emir Dokara leikmaður 4. umferðar í Inkasso-deildinni að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Bestur í 3. umferð - Axel Sigurðarson (Grótta)
Bestur í 2. umferð - Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Athugasemdir
banner
banner