banner
   mán 07. október 2019 11:46
Brynjar Ingi Erluson
Neville: Liverpool getur ekki tapað titlinum
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Liverpool getur ekki tapað titlinum í ár.

Liverpool hefur unnið alla leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er með fullt hús stiga.

Liðið er átta stigum á undan Manchester City sem tapaði fyrir Wolves um helgina og er útlitið gott fyrir Evrópumeistarana en Neville ræddi um árangur liðsins á Sky Sports í gær.

„Ég held að Liverpool getur ekki tapað titlinum. Liverpool er líklegasta liðið til að vinna en ef Virgil van Dijk eða Mohamed Salah meiðast þá gæti það breyst. Það eru auðvitað 30 leikir eftir," sagði Neville.

Jamie Redknapp tók undir með Neville og segir að leikmenn verði að halda haus. Hann benti þó á að 30 ár er langur tími en Liverpool varð síðast Englandsmeistari árið 1990.

Liðið hefur tvívegis á síðustu árum verið nálægt því að vinna deildina en það var á síðustu leiktíð er liðið endaði einu stigi fyrir neðan Manchester City og svo árið 2014 undir Brendan Rodgers

„Þetta hefur verið fullkomin helgi og þær gerast varla betri ef þú ert stuðningsmaður Liverpool. Þetta er undir liðinu komið og þeir verða að halda haus. Þeir hafa farið í gegnum þetta áður með Brendan Rodgers og svo á síðasta tímabili þar sem þeir voru nálægt þessu og héldu að þetta væri árið þeirra. 30 ár er afar langur tími en ef Van Dijk og Salah verða heilir þá held ég að þetta sé árið þeirra," sagði Redknapp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner