Nokkuð hefur verið um félagaskipti í kvennaboltanum á síðustu dögum en Íslandsmótið hefst nú í dag með þremur leikjum. ÍR stúlkur hafa fengið til sín 5 erlenda leikmenn sem verða þeim mikill liðstyrkur.
Fjölnir hefur fengið til sín tvær stúlkur frá Bandaríkjunum sem munu styrkja hið unga og efnilega Fjölnislið sem teflt er ungum og reynslulitlum leikmönnum í ár.
Þá ætlar Afturelding sér mikla hluti í 1. deildinni í sumar. Mikill metnaður er hjá félaginu í að koma liðinu í efstu deild sem sést best á því að liðið hefur fengið til sín þrjá erlenda leikmenn tvær frá Bandaríkjunum og eina frá Skotlandi. Leikmennirnir eru gríðarlega sterkir og munu styrkja liðið til muna
Félagaskipti
Courtney Jones frá Bandaríkjunum í ÍR
Joana Rita Nunes Pavao frá Spáni í ÍR
Mist Elíasdóttir frá Keflavík í ÍR
Aleksandra Mladenovic frá Haukum í ÍR
Ana Rita Andrade Gomes frá Spáni í ÍR
Liliana Maria Pereira Martins frá Spáni í ÍR
Kirsty Marr frá Skotland í Aftureldingu
Samantha L Robinson frá Bandaríkjunum í Aftureldingu
Sophia Mundy frá Bandaríkjunum í Aftureldingu
Carolyn Warhaftig frá Bandaríkjunum í Fjölni
Meagan DeWan frá Bandaríkjunum í Fjölni
Athugasemdir