Þá er komið að því að sjá hina hliðina á þekktum fótboltamanni eins og venja er í hádeginu á þriðjudögum. Að þessu sinni er það Dagný Brynjarsdóttir framherji Vals sem sýnir á sér hina hliðina.
Dagný er nýlega búin að festa sig í sessi í landsliðshópi Íslands og hefur verið í leikmannahópi liðsins í tveimur síðustu verkefnum, landsleikjunum gegn Serbum og Króatíu í síðustu viku og Algarve Cup mótinu.
Dagný er nýlega búin að festa sig í sessi í landsliðshópi Íslands og hefur verið í leikmannahópi liðsins í tveimur síðustu verkefnum, landsleikjunum gegn Serbum og Króatíu í síðustu viku og Algarve Cup mótinu.
Smellið hér til að sjá hina hliðina á fleiri leikmönnum
Fullt nafn: Dagný Brynjarsdóttir
Gælunafn: Dagga,Danna,Danni og Daggfríður stundum
Aldur: 18 að verða 19 ára sumar
Gift / sambúð? Í sambúð með Ómari Páli Sigurbjartssyni
Börn: Nei
Hvað eldaðir þú síðast? Pastarétt
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni og rjómaost
Uppáhaldssjónvarpsefni? Desperate Housewives og One Tree Hill
Besta bíómyndin? Þær eru mjög margar en Hitch og Love and basketball eru svona myndir sem ég get horft endalaust á.
Uppáhaldsútvarpsstöð: FM957
Hver er uppáhalds platan þín? Engin sérstök
Uppáhaldsdrykkur? Vatn og Aquarius
Uppáhalds vefsíða? Facebook og Fótbolti.net
Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki (ef já, hvernig þá)? Svona semí kannski, fer alltaf fyrst í vinstri skóinn.
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Rústa honum í öllu, vera miklu betri og sóla hann upp úr skónum.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Selfoss
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ronaldo
Erfiðasti andstæðingur? Ég sjálf
Ekki erfiðasti andstæðingur? Guðni Sighvatsson
Besti samherjinn? Stelpurnar í Val
Sætasti sigurinn? Bikarúrslitaleikurinn seinasta sumar
Mestu vonbrigði? Þegar við töpuðum 2-3 fyrir Breiðablik á Hlíðarenda.
Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? West Ham hefur verið það síðan ég var pínku lítil en í stóru keppnunum er það Arsenal svo að maður geti haldið með einhverjum.
Uppáhaldsknattspyrnumaður? C.Ronaldo
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Laufey Ólafsdóttir
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Guðmundur Þórarinsson
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Ég hef ekki skoðað þá alveg nógu vel.
Fallegasta knattspyrnukonan? Dóra María
Grófasti leikmaður deildarinnar? Elínborg Ingvarsdóttir
Besti íþróttafréttamaðurinn? Ég veit það ekki
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Heiða Dröfn
Hefurðu skorað sjálfsmark? Já á innanhússmóti með 7.flokki karla.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég var í 4.flokki á Pæjumótinu í Eyjum. Það var rosalega mikið rok og brjáluð rigning. Margrét Lára var að dæma og ein stelpan í liðinu mínu skaut beint í fæturnar á henna og hún lenti beint á rassinum. Þetta fannst okkur mjög fyndið :)
Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 15 ára með sameiginlegu liði KFR/Ægir
Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Mjög góð
Kíkir þú oft á Fótbolti.net? jájá svona 2-5x á dag
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Ég veit það eiginlega ekki, finnst hann bara mjög fínn eins og hann er.
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Ómar Pál
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Skokka niður
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Margrét Lára
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Hella
Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Svona 30 mín
Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? C.Ronaldo og Michael Jordan
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já flest öllum
Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Ég veit það ekki, allavega mjög langt síðan.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Nike mercurial Vapor
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Ensku
Vandræðalegasta augnablik? Þegar ég var uppí sveit hjá ömmu og afa vinar míns, við vorum að sveifla okkur út í hlöðu og ég ætla að taka seinustu sveifluna svo hann fer inn á undan mér. Þegar það er búið er ég þarna ein eftir og ætla að stökkva út úr hlöðunni en festist þá á nagla og næ ekki alveg nógu vel niður til þess að losa mig svo ég heng bara þarna. Pabbi kemur svo nokkrum mínútum seinna og nær að losa mig en ég þarf að fara inn með honum í kaffitíma þar sem fullt af fólki sitja við eldhúsborðið og ég með hálfa rasskinnina út því að buxurnar höfðu rifnað.
Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég fæddist með valbrá á miðju enninu en hún hætti að sjást þegar ég var sirka 14 ára.