 
                                                                                        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Ana Rita Andrade Gomes hefur gengið til liðs við kvennalið FH í knattspyrnu. Ana Rita er portúgölsk og á að baki fjölda landsleiki fyrir Portúgal.
                
                
                                    Hún hefur leikið undanfarnar þrjár leiktíðir fyrir ÍR hér á landi. Með ÍR lék hún 45 leiki og skoraði 10 mörk. Ana Rita er á 34 aldursári og þar með elsti leikmaðurinn í Pepsí-deildinni á þessari leiktíð.
Fyrir hjá FH eru tvær löndur hennar Liliana Martins og Joana Pavao en sú síðarnefnda verður ekkert með liðinu í deildinni í sumar eftir að hafa slitið krossband í hné.
,,Það er mikill fengur fyrir hið unga og efnilega lið FH að fá til liðs við sig jafn reynslumikinn leikmann og Ana Rita er," segir í tilkynningu frá FH.
Ana Rita er eini leikmaðurinn í deildinni sem er heyrnarlaus.

 
        
 
         
     
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        
