Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 01. mars 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ramos: Ber ómælda virðingu fyrir Messi
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, segist bera gríðarlega mikla virðingu fyrir Lionel Messi, fyrirliða erkifjendanna í Barcelona.

Real og Barca mætast í El Clasico titilslag í kvöld og verður áhugavert að fylgjast með enn einum bardaganum á milli Ramos og Messi, sem hafa mæst hátt upp í 50 sinnum á ferlinum.

„Ég ber mikla virðingu fyrir honum, hann er einn af bestu leikmönnum knattspyrnusögunnar. Ég vona bara að hann eigi slæman dag," segir Ramos.

„Ég óska honum alls hins besta sem atvinnumanni, svo lengi sem það skaðar ekki Real Madrid! Ég ber ómælda virðingu fyrir honum, hann er einn af þeim allra bestu."

Real Madrid er tveimur stigum eftir Barcelona í titilbaráttunni og hefur Ramos trú á jákvæðum úrslitum úr einvíginu.

„Liðin og leikmennirnir, við þekkjumst ótrúlega vel. Við munum pressa hátt upp völlinn og reyna að hrifsa boltann af þeim. Þeim líður óþægilega án boltans og góð hápressa setur þá oft í vandræði.

„Þetta er mikilvægur leikur en titilbaráttan ræðst ekki hér. Bæði lið hafa verið að misstíga sig og það er mikið af stigum enn í boði."


Ramos verður 34 ára í lok mars og á rúmlega 600 keppnisleiki að baki fyrir Real Madrid.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner