Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. apríl 2021 11:30
Innkastið
Spáir því að Viðar snúi aftur í næsta hóp
Icelandair
Verður Viðar Örn Kjartansson í næsta landsliðshóp?
Verður Viðar Örn Kjartansson í næsta landsliðshóp?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Innkastinu var furðað sig á því að Arnar Þór Viðarsson hefði breytt útskýringu sinni á því af hverju Viðar Örn Kjartansson var ekki í landsliðshópnum.

Á fréttamannafundi á þriðjudag sagði Arnar líklegt að hann myndi hringja í Viðar til að hreinsa andrúmsloftið.

Tómas Þór Þórðarson spáir því að Viðar verði kominn í næsta landsliðshóp.

„Ég held að það sé ekki spurning. Gróf Arnar ekki bara þessa umræðu með svari sínu á fundinum og með því að vinna Liechtenstein? Svo mætir Viðar í júní og skorar í einhverjum vináttuleikjum, svo verður hann í hóp í september og allir glaðir," segir Tómas.

Gunnar Birgisson er ekki sammála og telur að Viðar verði ekki í næsta hóp.

„Ég held að hann nenni þessu ekki og reyni bara að fara í norska landsliðið eða eitthvað!" segir Gunnar.

„Ég hallast frekar að því að Tom hafi rétt fyrir sér en svo er spurningin hvort hann þiggi boðið. Ég held að hann geri það ef menn grafa stríðsöxina frægu," segir Magnús Már Einarsson.
Innkastið - Hverjir spila í september?
Athugasemdir
banner
banner