Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. mars 2021 11:11
Magnús Már Einarsson
Arnar Viðars: Kemur vel til greina að hafa samband við Viðar
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í fyrsta lagi finnst mér mjög leiðinlegt að svona umræða sé í gangi," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag þegar hann ræddi um Viðar Örn Kjartansson.

Viðar Örn hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga en hann er ekki í íslenska landsliðshópnum að þessu sinni. Í gær sagði Arnar að Valerenga hefði neitað að leyfa Viðari að fara í landsleikina en norska félagið þvertekur fyrir það og hefur bent á að það hafi leyft leikmanni að fara í verkefni með kanadíska landsliðinu í þessum landsleikjaglugga."

Arnar segir að hann muni mögulega heyra í Viðari eftir leikinn gegn Liechtenstein á morgun til að hreinsa loftið.

„Það var aldrei ætlunin hjá mér að búa til leiðindarmál. Mér þykir miður ef áhugi Viðars á landsiðinu hefur minnkað. Ég hef alltaf sagt að hann sé einn af þeim leikmönnum sem koma til greina. Það sannar sig í því að hann var einn af þeim leikmönnum sem var beðið um að losa í byrjun."

„Þegar svona mál koma upp þykir mér best að tala um hlutina og vera hreinskilinn og heiðarlegur hvernig hlutirnir hafa verið. Það kemur vel til greina að hafa samband við Viðar á morgun þegar leiknum er lokið, útkljá mál, tala saman og hreinsa loftið."



Athugasemdir
banner
banner
banner