Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fös 01. júlí 2022 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Við vorum ekkert sérstakir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var svekktur að hafa misst unnin leik í jafntefli á lokamínútunum eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Aftureldingu í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Afturelding

„Nei ég meina hún er ekkert sérstök (tilfinningin), fúlt að missa þetta svona niður. Við erum með ágæti control á þessu, Aftueldingar liðið er bara mjög gott sprækir strákar og vel spilandi lið. Við vörðumst ágætlega en fengum líka ágætis sóknir til að setja þriðja markið en nei hundleiðinilegt að missa þetta svona niður í lokin."

Fylkis liðið spilaði ekki alveg sinn besta fótbolta í dag og Rúnar var sammála því.

„Ég veit það ekki við vorum ekkert sérstakir. Bara mættum góðu liði Aftureldingar og við reyndum bara hvað við gátum að spila og fengum ágætis sóknir og ágætis spilkafla. Lágum líka svolítið í vörn af því bara Afturelding gerði vel og hélt boltanum vel og spiluðu í gegnum okkur en við vörðumst því ágætlega. Þetta var bara fram og til baka leikur fannst mér. Höfum við spilað betri fótbolta einhvertíman? Já við höfum gert það en bara ágætis frammistaða hjá okkur ég ætla ekkert að kvarta yfir því. Það var bara fúlt að fá á okkur þessi mörk í byrjun seinni hálfleiks og síðan bara klaufaskapur í þessu víti sem við fáum á okkur í yfirtíma."

Ragnar Bragi og Daði Ólafsson voru hvorugir í hóp í kvöld út af meiðslum.

„Ragnar Bragi tognaði á liðbandi í hné og en hann verður vonandi klár í lok þessa mánaðar. Daði meiddist á rist á móti Ægi þannig hann fékk hvíld. Það er staðan."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar talar Rúnar nánar um baráttuna í deildinni og snertir aðeins á Albert Brynjari Ingasyni sem er samningsbundinn Fylki.


Athugasemdir
banner
banner