Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   fös 01. júlí 2022 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Við vorum ekkert sérstakir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var svekktur að hafa misst unnin leik í jafntefli á lokamínútunum eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Aftureldingu í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Afturelding

„Nei ég meina hún er ekkert sérstök (tilfinningin), fúlt að missa þetta svona niður. Við erum með ágæti control á þessu, Aftueldingar liðið er bara mjög gott sprækir strákar og vel spilandi lið. Við vörðumst ágætlega en fengum líka ágætis sóknir til að setja þriðja markið en nei hundleiðinilegt að missa þetta svona niður í lokin."

Fylkis liðið spilaði ekki alveg sinn besta fótbolta í dag og Rúnar var sammála því.

„Ég veit það ekki við vorum ekkert sérstakir. Bara mættum góðu liði Aftureldingar og við reyndum bara hvað við gátum að spila og fengum ágætis sóknir og ágætis spilkafla. Lágum líka svolítið í vörn af því bara Afturelding gerði vel og hélt boltanum vel og spiluðu í gegnum okkur en við vörðumst því ágætlega. Þetta var bara fram og til baka leikur fannst mér. Höfum við spilað betri fótbolta einhvertíman? Já við höfum gert það en bara ágætis frammistaða hjá okkur ég ætla ekkert að kvarta yfir því. Það var bara fúlt að fá á okkur þessi mörk í byrjun seinni hálfleiks og síðan bara klaufaskapur í þessu víti sem við fáum á okkur í yfirtíma."

Ragnar Bragi og Daði Ólafsson voru hvorugir í hóp í kvöld út af meiðslum.

„Ragnar Bragi tognaði á liðbandi í hné og en hann verður vonandi klár í lok þessa mánaðar. Daði meiddist á rist á móti Ægi þannig hann fékk hvíld. Það er staðan."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar talar Rúnar nánar um baráttuna í deildinni og snertir aðeins á Albert Brynjari Ingasyni sem er samningsbundinn Fylki.


Athugasemdir
banner