Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 01. júlí 2022 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Við vorum ekkert sérstakir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var svekktur að hafa misst unnin leik í jafntefli á lokamínútunum eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Aftureldingu í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Afturelding

„Nei ég meina hún er ekkert sérstök (tilfinningin), fúlt að missa þetta svona niður. Við erum með ágæti control á þessu, Aftueldingar liðið er bara mjög gott sprækir strákar og vel spilandi lið. Við vörðumst ágætlega en fengum líka ágætis sóknir til að setja þriðja markið en nei hundleiðinilegt að missa þetta svona niður í lokin."

Fylkis liðið spilaði ekki alveg sinn besta fótbolta í dag og Rúnar var sammála því.

„Ég veit það ekki við vorum ekkert sérstakir. Bara mættum góðu liði Aftureldingar og við reyndum bara hvað við gátum að spila og fengum ágætis sóknir og ágætis spilkafla. Lágum líka svolítið í vörn af því bara Afturelding gerði vel og hélt boltanum vel og spiluðu í gegnum okkur en við vörðumst því ágætlega. Þetta var bara fram og til baka leikur fannst mér. Höfum við spilað betri fótbolta einhvertíman? Já við höfum gert það en bara ágætis frammistaða hjá okkur ég ætla ekkert að kvarta yfir því. Það var bara fúlt að fá á okkur þessi mörk í byrjun seinni hálfleiks og síðan bara klaufaskapur í þessu víti sem við fáum á okkur í yfirtíma."

Ragnar Bragi og Daði Ólafsson voru hvorugir í hóp í kvöld út af meiðslum.

„Ragnar Bragi tognaði á liðbandi í hné og en hann verður vonandi klár í lok þessa mánaðar. Daði meiddist á rist á móti Ægi þannig hann fékk hvíld. Það er staðan."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar talar Rúnar nánar um baráttuna í deildinni og snertir aðeins á Albert Brynjari Ingasyni sem er samningsbundinn Fylki.


Athugasemdir
banner
banner
banner