Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 01. júlí 2022 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Við vorum ekkert sérstakir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var svekktur að hafa misst unnin leik í jafntefli á lokamínútunum eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Aftureldingu í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Afturelding

„Nei ég meina hún er ekkert sérstök (tilfinningin), fúlt að missa þetta svona niður. Við erum með ágæti control á þessu, Aftueldingar liðið er bara mjög gott sprækir strákar og vel spilandi lið. Við vörðumst ágætlega en fengum líka ágætis sóknir til að setja þriðja markið en nei hundleiðinilegt að missa þetta svona niður í lokin."

Fylkis liðið spilaði ekki alveg sinn besta fótbolta í dag og Rúnar var sammála því.

„Ég veit það ekki við vorum ekkert sérstakir. Bara mættum góðu liði Aftureldingar og við reyndum bara hvað við gátum að spila og fengum ágætis sóknir og ágætis spilkafla. Lágum líka svolítið í vörn af því bara Afturelding gerði vel og hélt boltanum vel og spiluðu í gegnum okkur en við vörðumst því ágætlega. Þetta var bara fram og til baka leikur fannst mér. Höfum við spilað betri fótbolta einhvertíman? Já við höfum gert það en bara ágætis frammistaða hjá okkur ég ætla ekkert að kvarta yfir því. Það var bara fúlt að fá á okkur þessi mörk í byrjun seinni hálfleiks og síðan bara klaufaskapur í þessu víti sem við fáum á okkur í yfirtíma."

Ragnar Bragi og Daði Ólafsson voru hvorugir í hóp í kvöld út af meiðslum.

„Ragnar Bragi tognaði á liðbandi í hné og en hann verður vonandi klár í lok þessa mánaðar. Daði meiddist á rist á móti Ægi þannig hann fékk hvíld. Það er staðan."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar talar Rúnar nánar um baráttuna í deildinni og snertir aðeins á Albert Brynjari Ingasyni sem er samningsbundinn Fylki.


Athugasemdir
banner