Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 01. júlí 2022 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Við vorum ekkert sérstakir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var svekktur að hafa misst unnin leik í jafntefli á lokamínútunum eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Aftureldingu í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Afturelding

„Nei ég meina hún er ekkert sérstök (tilfinningin), fúlt að missa þetta svona niður. Við erum með ágæti control á þessu, Aftueldingar liðið er bara mjög gott sprækir strákar og vel spilandi lið. Við vörðumst ágætlega en fengum líka ágætis sóknir til að setja þriðja markið en nei hundleiðinilegt að missa þetta svona niður í lokin."

Fylkis liðið spilaði ekki alveg sinn besta fótbolta í dag og Rúnar var sammála því.

„Ég veit það ekki við vorum ekkert sérstakir. Bara mættum góðu liði Aftureldingar og við reyndum bara hvað við gátum að spila og fengum ágætis sóknir og ágætis spilkafla. Lágum líka svolítið í vörn af því bara Afturelding gerði vel og hélt boltanum vel og spiluðu í gegnum okkur en við vörðumst því ágætlega. Þetta var bara fram og til baka leikur fannst mér. Höfum við spilað betri fótbolta einhvertíman? Já við höfum gert það en bara ágætis frammistaða hjá okkur ég ætla ekkert að kvarta yfir því. Það var bara fúlt að fá á okkur þessi mörk í byrjun seinni hálfleiks og síðan bara klaufaskapur í þessu víti sem við fáum á okkur í yfirtíma."

Ragnar Bragi og Daði Ólafsson voru hvorugir í hóp í kvöld út af meiðslum.

„Ragnar Bragi tognaði á liðbandi í hné og en hann verður vonandi klár í lok þessa mánaðar. Daði meiddist á rist á móti Ægi þannig hann fékk hvíld. Það er staðan."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar talar Rúnar nánar um baráttuna í deildinni og snertir aðeins á Albert Brynjari Ingasyni sem er samningsbundinn Fylki.


Athugasemdir
banner