Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 01. ágúst 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 10. sæti - „Vildi fá hann burt með det samme"
Aston Villa
Villa er spáð tíunda sæti.
Villa er spáð tíunda sæti.
Mynd: EPA
Stjórinn, Steven Gerrard.
Stjórinn, Steven Gerrard.
Mynd: Getty Images
Coutinho var keyptur frá Barcelona í sumar.
Coutinho var keyptur frá Barcelona í sumar.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Emi Martinez er mjög öflugur.
Markvörðurinn Emi Martinez er mjög öflugur.
Mynd: EPA
Watkins getur skorað mörk.
Watkins getur skorað mörk.
Mynd: Getty Images
Vilhjálmur Freyr Hallsson er mikill stuðningsmaður Aston Villa. Hann er þáttastjórnandi <i>Steve Dagskrá</i> hlaðvarpsins og starfar einnig fyrir sjónvarpsstöðina <i>Viaplay</i>. Hér spjallar hann við tvo fyrrum landsliðsmenn í útsendingu fyrr á þessu ári.
Vilhjálmur Freyr Hallsson er mikill stuðningsmaður Aston Villa. Hann er þáttastjórnandi Steve Dagskrá hlaðvarpsins og starfar einnig fyrir sjónvarpsstöðina Viaplay. Hér spjallar hann við tvo fyrrum landsliðsmenn í útsendingu fyrr á þessu ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jacob Ramsey er mjög spennandi leikmaður.
Jacob Ramsey er mjög spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Grealish yfirgaf Villa fyrir síðustu leiktíð. Hans er saknað.
Grealish yfirgaf Villa fyrir síðustu leiktíð. Hans er saknað.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Tyrone Mings þarf að vera með hausinn rétt skrúfaðann á.
Varnarmaðurinn Tyrone Mings þarf að vera með hausinn rétt skrúfaðann á.
Mynd: EPA
Hvar ætli Villa endi á þessu keppnistímabili?
Hvar ætli Villa endi á þessu keppnistímabili?
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin, sem er í miklu uppáhaldi hjá flestum fótboltaunnendum á Íslandi, hefst um næstu helgi. Það er tæp vika í fyrsta leik.

Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Næst í röðinni er það Aston Villa sem er spáð tíunda sæti deildarinnar af okkar fréttafólki.

Um Aston Villa: Það er klárlega hægt að segja að Villa sé búið að festa sig í sessi í deild þeirra bestu. Félagið er búið að verja miklum fjármunum í að gera það, og núna leitar hugurinn upp. Undir stjórn Liverpool goðsagnarinnar Steven Gerrard, þá hlýtur markmiðið að vera í efri hlutanum og berjast jafnvel um það að komast í Evrópukeppni. Aston Villa er risastórt félag og ætlar sér stóra hluti.

Á síðasta tímabili var niðurstaðan 13. sæti og síðan þá hefur félagið verslað nokkuð vel til að styrkja sinn leikmannahóp fyrir komandi keppnistímabil.

Komnir:
Diego Carlos frá Sevilla - 26 milljónir punda
Philippe Coutinho frá Barcelona - 17,2 milljónir punda
Robin Olsen frá Roma - 3 milljónir punda
Ludwig Augustinsson frá Sevilla - á láni
Boubacar Kamara frá Marseille - frítt

Farnir:
Matt Targett til Newcastle - 15 milljónir punda
Trezeguet til Trabzonspor - 3,4 milljónir punda
Jaden Philogene-Bidace til Cardiff - á láni
Wesley til Levante - á láni
Louie Barry til MK Dons - á láni
Conor Hourihane til Derby - frítt
Lovre Kalinic til Hadjuk Split - frítt
Indiana Vassilev til Inter Miami - á láni

Lykilmenn: Emiliano Martínez, Diego Carlos og Philippe Coutinho eru allir gríðarlega mikilvægir fyrir Aston Villa og þeirra árangur. Allir koma þeir frá Suður-Ameríku og eru með mikil gæði. Martinez er frábær markvörður og á sínum degi einn besti markvörður deildarinnar. Carlos er nýkominn til Villa og mun gegna stóru hlutverki í varnarleiknum, og Coutinho hefur sýnt að hann er með ógnvænleg gæði í þessari deild ef hann finnur taktinn. Sá brasilíski byrjaði vel hjá Villa er hann kom til félagsins fyrr á þessu ári en svo liðið nái góðum árangri þá verður hann að ná að halda dampinum yfir dágóðan tíma.




Ógleymanleg VHS spóla
Vilhjálmur Freyr Hallsson úr hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá er harður Aston Villa maður. Við fengum hann til að svara nokkrum spurningum.

Ég byrjaði að halda með Aston Villa af því að... Af þeirri einföldu ástæðu að í íþróttafréttum 1993 var minnst á Villa Park sem ég túlkaði sem minn völlur og þar af leiðandi mitt lið. Pabbi sá til þess að viðhalda þessu að einhverju leyti næstu ár og verslaði búninga og allskonar merch að utan. Ógleymanleg VHS spóla þar sem góður hálftími fór í að sýna klippur af Savo Milosevic ("Miss-a-lot-ević“) klikka á færum. Hann var samt kóngurinn í mínum augum.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er? Síðasta tímabili var krefjandi, það náðist aldrei neinn dampur í þetta í rauninni. Mitt kæra félag hefur í gegnum tíðina kennt mér væntingastjórnun betur en ég kæri mig um og með tapi í fyrsta leik gegn nýliðum Watford var tónninn fyrir tímabilið svolítið settur fyrir mína parta. Þrettán sigurleikir og 19 tapleikir, það skilaði okkur í neðri helming og það er ömurlegt. Við spiluðum síðan óvænt stóra rullu í toppbaráttunni og um tíma hélt ég að við værum að fara að hámarka einhverja rómantík og færa Liverpool titilinn – en Steven ákvað að taka Coutinho út og setja Marvelous Nakamba inn sem gjörsamlega fór með leikinn. Mistök sem hann ætlar ekki að gera aftur.

Ég er hins vegar fullur bjartsýni fyrir komandi tímabil. Við höfum styrkt okkur vel og því lengri tími sem Steven minn fær með liðið því þéttara og betra verður það. Eða það hlýtur allavegana að vera. Steven er líka að taka aðeins til og þétta liðið, nýlega tók hann bandið af Tyrone Mings og setti á Super John McGinn. Gæfuspor - því ég held að lykillinn að því að fá Tyrone Mings til þess að smella sé að einfalda hlutina fyrir honum, með fullri virðingu. Hann þarf bara að fá að tyggja sitt tyggjó í friði og helst að láta einhvern annan stjórna sér. Hann er síðan kominn með Diego Carlos sér við hlið sem er algjör skepna og ég er ekkert eðlilega spenntur fyrir þeim náunga. Hvort hann sé að fara að jarðtengja Mingsarann verður reyndar að koma í ljós. Eftir opinberun Nakamba gegn City í lokaleiknum í fyrra er ég viss um að Steven var byrjaður að skoða vídjó af Boubacar Kamara á meðan leik stóð. Hann er 22 ára franskur landsliðsmaður með 130 leiki fyrir Marseille og Steven talar um hann sem eitt mesta efni í evrópskri knattspyrnu og ég verð bara að trúa manninum. Svo kom hann frítt í óþokkabót, þvílík kænska af hálfu Steven. En Nakamba fær vonandi ekki margar mínútur, ég er ekki aðdáandi.

Sóknarlega eigum við að geta sett hvaða lið sem er upp við kaðlana. McGinn með sínar bullet sendingar á Coutinho, Buendia, Ramsey, Watkins, Ings eða hinn endurfædda Leon Bailey sem gjörsamlega kafsigldi Manchester United fyrir stuttu. Ég sé ekki hvernig þetta ætti að klikka.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila? Ef svo er, hvernig var það? Ég fór til Newcastle 2017 og sá Aston Villa tapa á St. James' Park. Það var geðveik upplifun þó að Villa spilaði alveg hörmulega gegn Newcastle liði sem virkuðu á mig sem algjörir endakallar í leiknum. Leikurinn endaði með 2-0 tapi en ég fékk að sjá Birkir Bjarna í treyjunni og það var bara fínt. Newcastle borgin í febrúar var samt meiri upplifun.

Síðan fór á Carling Cup final á Wembley 2020, korter í Covid. Þar fékk á að sjá Grealish í öllu sínu veldi. Hann og Phil Foden yfirburðamenn á vellinum en leikurinn endaði 2-1 þar sem Tansaninn knái, Mbwana Samatta, leyfði okkur að dreyma.

Síðan sá ég Aston Villa auðvitað mæta mínum mönnum í FH á Laugardalsvellinum. Marlon Harewood sýningin eins og hún er kölluð í firðinum. Mörk frá Gareth Barry, Ashley Young, Gabriel Agbonlahor og Martin Laursen. Maður hneigði sig bara í gömlu stúkunni.

Uppáhalds leikmaðurinn í liðinu í dag? John McGinn er minn uppáhalds leikmaður. Ég held að það sé alvöru upplifun að fá sér 4-5 með honum eftir leik.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við? Ég fékk alveg upp í kok af Tyrone Mings í fyrra og vildi fá hann burt með det samme. En í dag hef ég róast aðeins og er til í að gefa honum séns eitthvað áfram. Marvelous Nakamba fær sparkið – það er bara fullséð að þessi náungi er ekki nógu góður fyrir topp fimm klúbb.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur? Það þarf að halda áfram að horfa á Jacob Ramsey, hann er ógeðslega góður. Leon Bailey verður held ég geðveikur í ár og sýnir okkur að þessar tölur sem hann fær í FIFA leikjunum eru réttlætanlegar.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja... Ætli það væri ekki Erling Haaland, hann væri flottur fyrir framan Buendía og Coutinho.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann? Fyrsta tímabilið hans í fyrra en ég dæmi hann ekki út frá því. Það varð gaman að horfa á liðið á tímabili og vonandi heldur það áfram. Hann er búinn að sýna það að hann er með eitthvað púll sem Dean Smith hafði alls ekki. Barcelona hefði haldið að það væri einhver að gera símaat í þeim ef Dean Smith hefði hringt og beðið um Coutinho á láni í fyrra. Ég er sáttur með Steven.

Villa missti Jack Grealish fyrir síðustu leiktíð. Saknarðu þess að hafa hann í þínu liði? Eftir Moneyball eldræðu framkvæmdastjórans Christian Purslow frá því í fyrra þar sem hann rakti það hvernig við ætluðum að fylla upp í skarð Grealish með þremur sóknarmönnum, þá hafði ég nákvæmlega engar áhyggjur. Þær komu síðan aftur fullum þunga eftir tvo leiki og ég saknaði hans mikið í fyrra, það sást á uppspili liðsins að það vantaði mann sem vildi fá og halda boltanum. Það kom síðan að einhverju leyti með Coutinho en við söknuðum hans mikið í fyrra. Ég vona að það verði breyting á og að Steven nái að koma með fleiri svör sóknarlega.

Í hvaða sæti mun Villa enda á tímabilinu? Við endum í 8. sæti.




Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig spá fréttafólks Fótbolta.net lítur út.

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10. Aston Villa, 99 stig
11. Wolves, 96 stig
12. Brighton, 94 stig
13. Crystal Palace, 90 stig
14. Everton, 61 stig
15. Southampton, 55 stig
16. Leeds, 53 stig
17. Fulham, 43 stig
18. Brentford, 42 stig
19. Nottingham Forest, 35 stig
20. Bournemouth, 11 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner