Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 31. júlí 2022 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Spáin fyrir enska - 12. sæti - „Í draumaheimi væri það svona 'end product' skrímsli eins og Salah og Sterling
Brighton
Graham Potter, stjóri Brighton
Graham Potter, stjóri Brighton
Mynd: Getty Images
Marc Cucurella verður mikilvægur fyrir Brighton ef hann verður áfram
Marc Cucurella verður mikilvægur fyrir Brighton ef hann verður áfram
Mynd: EPA
Julio Enciso er spennandi leikmaður sem kom frá Libertad í Paragvæ
Julio Enciso er spennandi leikmaður sem kom frá Libertad í Paragvæ
Mynd: Brighton
Moises Caicedo gæti fengið stærra hlutverk á þessu tímabili
Moises Caicedo gæti fengið stærra hlutverk á þessu tímabili
Mynd: EPA
Emil Ásmundsson er aðdáandi Brighton
Emil Ásmundsson er aðdáandi Brighton
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Solly March hefur verið að heilla Emil á undirbúningstímabilinu
Solly March hefur verið að heilla Emil á undirbúningstímabilinu
Mynd: EPA
Emil er orðinn nokkuð þreyttur á hinum ,,andstutta
Emil er orðinn nokkuð þreyttur á hinum ,,andstutta
Mynd: EPA
Emil spilaði með Brighton frá 2013 til 2016
Emil spilaði með Brighton frá 2013 til 2016
Mynd: Heimasíða Brighton
Enska úrvalsdeildin, sem er í miklu uppáhaldi hjá flestum fótboltaunnendum á Íslandi, hefst um næstu helgi. Það er tæp vika í fyrsta leik.

Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Næst í röðinni er það Brighton sem er spáð 12. sæti deildarinnar af okkar fréttafólki.

Um Brighton: Það er mikill uppgangur í Brighton og sást það bersýnilega á síðustu leiktíðar er liðið náði sínum besta árangri undir stjórn Graham Potter og hafnaði í níudna sæti deildarinnar. Liðið fór vel af stað og vann fjóra og af fyrstu fimm leikjum sínum en svo tók við kafli í október og nóvember þar sem liðið gat ekki unnið leik.

Annar erfiður kafli kom í febrúar og mars áður en liðið endaði á að vinna þrjá af síðustu fimm leikjum sínum og má því sjá að það er eitthvað stórt að gerast hjá Brighton. Liðið hefur sýnt það að það geti veitt stóru liðunum samkeppni og barist um Evrópusæti.

Komnir:
Julio Enciso frá Libertad - 9,5 milljónir punda
Simon Adingra frá Nordsjælland - 6,9 milljónir punda
Benicio Baker-Boaitey frá Porto - óuppggefið kaupverð

Farnir:
Yves Bissouma til Tottenham - 25 milljónir punda
Leo Ostigård til Napoli - 4,2 milljónir punda
Jayson Molumby til WBA - 1 milljón punda
Reda Khadra til Sheffield United - á láni
Taylor Richards til QPR - á láni
Billy Arce til Penarol - frítt
Aaron Connolly til Venezia - á láni
Abdallah Sima til Angers - á láni
Haydon Roberts til Derby County - á láni
Simon Adingra til Union St-Gilloise - á láni
Ulrick Eneme-Ella til Angers - frítt
Alex Cochrane til Hearts - óuppgefið kaupverð
Tudor Baluta fékk ekki nýjan samning

Lykilmenn: Marc Cucurella, Robert Sanchez, Leandro Trossard og Moises Caicedo verða mikilvægir. Ef við gefum okkur það að Cucurella verði áfram hjá Brighton þá er alveg ljóst að liðið getur náð í góð úrslit. Moises Caicedo virðist klár til að fylla skarð Yves Bissouma á miðjunni og Robert Sanchez hefur verið að spila frábærlega í markinu. Þá verður gaman að sjá hvernig Deniz Undav kemur inn í hlutina eftir stórkostlegt tímabil í Belgíu.




Við fengum Emil Ásmundsson, leikmann Fylkis í Lengjudeildinni, til að svara nokkrum spurningum um Brighton en hann er stuðningsmaður liðsins og spilaði meðal annars með akademíu félagsins frá 2013 til 2016.

Hvernig var að vera hjá Brighton á sínum tíma? Þetta var bæði algjör snilld og svo líka leiðinlegir tímar sem einkenndust af ljótum meiðslum. En þegar ég horfi heilt yfir svona eftir á var þetta samt sem áður bara drullu mikið fjör og ágætis lífsreynsla og upplifun. Maður gat séð að þessi klúbbur var að stefna hátt og mikill metnaður lagður í nýjann leikvang, nýtt æfingasvæði og umgjörð.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er? Ég var virkilega sáttur með síðasta tímabil. Liðið fer vonandi að ná stöðugleika sem topp 10 lið í deildinni og er ég vongóður um að árangurinn verði svipaður og í fyrra ef ekki örlítið betri.

Hvernig er að mæta á völlinn í Brighton, er það skemmtileg upplifun? Leikvangurinn er stórglæsilegur, yfirleitt stútfullur og andinn einstakur. Staðsetningin er hins vegar ekkert sérstök og lítið um krár í kringum völlinn. Ef staðsetning væri skemmtilegri myndi það bæta upplifunina í heild sinni alveg heilmikið.

Uppáhalds leikmaðurinn í liðinu í dag? Solly March og svo hefur Julio Enciso verið að heilla mig á undirbúningstímabilinu - verðugt að hafa auga með þeim unga leikmanni á næstunni.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við? Neal Maupay - Andstuttur vandræðagemsi og við þurfum framherja sem setur a.m.k. 10+ mörk á tímabili.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur? Verður gaman að sjá hvort Julio Enciso nái að aðlagast enska boltanum strax en annars verður þetta tímabilið hans Moisés Caicedo.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja... Í draumaheimi væri það svona “end product” skrímsli eins og Salah eða Sterling en ef við hugsum raunsætt þá væri maður til í að fá Rashford til að auka breiddina í hópnum og ég tel að Welbeck og Lallana geti hjálpað honum að taka leik sinn á næsta level.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann? Já hann hefur unnið gott starf þarna og þróað leik liðsins vel. Verður gaman að sjá hvort hann nái meira út úr hópnum í ár en annars held ég að hann sé kominn með liðið ansi nálægt toppi þess.

Hversu langt getur Potter farið með liðið? Ég held að þetta sé nákvæmlega staðan sem Brighton á að vera í, svipað og West Ham og Leicester. Þeir eru því miður í þannig stöðu að stóru liðin koma og hrifsa bestu leikmennina af okkur og er því erfitt að gera kröfu um evrópukeppni eða titla en við leyfum okkur samt sem áður að dreyma.

Í hvaða sæti mun Brighton enda á tímabilinu? 8. sæti




Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig spá fréttafólks Fótbolta.net lítur út.

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12. Brighton, 94 stig
13. Crystal Palace, 90 stig
14. Everton, 61 stig
15. Southampton, 55 stig
16. Leeds, 53 stig
17. Fulham, 43 stig
18. Brentford, 42 stig
19. Nottingham Forest, 35 stig
20. Bournemouth, 11 stig
Athugasemdir
banner
banner