Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mið 01. september 2021 06:00
Victor Pálsson
Nuno Mendes til PSG (Staðfest)
Paris Saint-Germain fékk efnilegan leikmann í sínar raðir í gær eða bakvörð að nafni Nuno Mendes. Hann er vinstri bakvörður.

Mendes er aðeins 19 ára gamall en hann gerði lánssamning við PSG sem má kaupa næsta sumar.

Mendes er fæddur árið 2002 en hann spilaði 29 leiki fyrir Sporting í deild á síðustu leiktíð er liðið vann titilinn.

Um er að ræða afar spennandi leikmann sem er einnig í landsliði Portúgals og hefur leikið fimm leiki.

Mendes er uppalinn hjá Sporting og hefur tvisvar spilað fyrir liðið á tímabilinu.
Athugasemdir