Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 01. september 2022 00:53
Brynjar Ingi Erluson
Biður leikmenn Blika um að horfa á viðtalið við Erling - „Gætu farið að brotna eitthvað"
Erlingur Agnarsson
Erlingur Agnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Friðleifur Gunnarsson
Karl Friðleifur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mun tapið hafa áhrif á Blika?
Mun tapið hafa áhrif á Blika?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Óli Sigurðsson, sparkspekingur í Þungavigtinni, hvetur leikmenn Breiðabliks til að horfa á viðtal RÚV við Erling Agnarsson, framherja Víkings, en það ætti að gefa þeim orku inn í síðustu leiki Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  3 Víkingur R.

Víkingur sigraði Blika, 3-0, í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld og leika til úrslita í þriðja sinn í röð.

Blikar eru á toppnum í Bestu deildinni með 45 stig, níu stigum á undan KA sem er í öðru sæti þegar átta leikir eru eftir af deildinni.

Þrjár umferðir eru eftir af þessum fyrstu 22 umferðum áður en deildinni verður skipt í tvennt. Þá er leikin einföld umferð, en Erlingur telur að tapið í kvöld gæti haft áhrif á andlegu hliðina hjá Blikum.

Víkingar eru í 3. sæti og heilum tíu stigum á eftir Blikum, en ummæli hans á RÚV gætu kveikt í þeim grænklæddu. Þegar Erlingur var spurður hvort að Blikar gætu brotnað niður núna þá sagði hann að það væri góður möguleiki á því.

„Já, það kæmi mér ekkert á óvart svona miðað við hvernig þeir hafa verið í gegnum tíðina þá gætu þeir farið að brotna eitthvað núna," sagði Erlingur Agnarsson í viðtali við Hörð Magnússon á RÚV eftir sigurinn á Blikum í undanúrslitum bikarsins.

Kristján Óli birti myndband af þessum hluta viðtalsins á Twitter og bað leikmenn Blika vinsamlegast um að horfa á myndbandið til að fá smá blóð á tennurnar.



Skýr skilaboð

Erlingur er ekki sá eini sem talaði um andlegu hliða Blika í kvöld. Karl Friðleifur Gunnarsson, liðsfélagi hans, vonast til þess að þetta eigi eftir að hafa áhrif og gera titilbaráttuna spennandi.

„Ég held að þetta séu skýr skilaboð. Við erum með ákveðið momentum núna sem við erum að fara í gegnum og þurfum að nýta það. Blikar voru líka á undan okkur í fyrra en sjáum til það getur allt gerst," sagði Karl Friðleifur. Hann var einnig spurður hvort þessi sigur myndi hafa áhrif á andlegu hliðina hjá Blikum

„Ég vona það, að þú hafir rétt fyrir þér. Eigum við ekki bara að segja að þú hafir rétt fyrir þér," sagði Karl við spurningu Sæbjörns Steinke.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ekki viss hvort þetta eigi eftir að hafa áhrif á Blika, en segir þetta samt mikið högg fyrir þá að detta út úr bikarnum.

„Já og nei. Þetta eru frábærir leikmenn í Breiðabliki og miklir karakterar. Þeir munu örugglega rísa upp og sjá úr hverju þeir eru gerðir. Ég væri ánægður ef við færum í úrslitakeppnina og værum þrjú til fimm stigum á eftir þeim því þá væri þetta 'game on'. Þetta er högg í andlitið og þú ert alltaf nálægt og ferð að halda að þetta mun aldrei koma fyrir þig að komast í úrslit eða vinna titilinn en þeir munu vinna titla fyrr eða síðar; vonandi síðar," sagði Arnar.
Fagnaði fyrir framan bekk Blika og sér örugglega eftir því á morgun - „Tók kvíðakast yfir þessu"
Arnar Gunnlaugs: Þarf smá 'balls'
Athugasemdir
banner