Ástríðan fylgdist vel með 3. deildinni í sumar og valdi lið ársins í deildinni. Það er í boði Jako Sport. Hér að neðan má líta liðið augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.
Cike - Höttur/Huginn
Nemanja Lekanic - Ægir
Stefan Spasic - Höttur/Huginn
Stefan Dabetic - Ægir
Gunnar Bergmann Sigmarsson - KFG
Lazar Cordasic - Ægir
André Musa - Höttur/Huginn
Benedikt Daríus Garðarsson - Elliði
Jóhann Þór Arnarsson - Víðir
Jóhann Ólafur Jóhannsson - KFG
Alejandro Lechuga - Einherji
Varamenn:
Aron Ingi Rúnarsson - Dalvík/Reynir
Ásgeir Elíasson - KFS
Mate Paponja - Sindri
Brynjólfur Þór Eyþórsson - Ægir
Kristófer Einarsson - Höttur/Huginn
Ismael Trevor - Einherji
Cristofer Rolin - Ægir
Þjálfari ársins: Brynjar Árnason - Höttur/Huginn
Byrnjar Árnason þjálfari Höttur/Huginn var valinn þjálfari ársins. Fór upp með liðið á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki. Brynjar Þorri leikmaður Hattar sagði frá því í Ástríðunni að Brynjar hafi breytt stemningu og byggt upp sjálfstraust í kringum liðið í ár.
Jako Sport leikmaður ársins: Benedikt Daríus Garðarsson - Elliði
Leikmaður ársins er Benedikt Daríus Garðarsson leikmaður Elliða, markahæsti leikmaður deildarinnar og máttarstólpinn í liði Elliða í ár.
Efnilegastur: Gunnar Bergmann Sigmarsson - KFG
Gunnar Bergmann Sigmarsson leikmaður KFG var valinn sá efnilegasti. Hann er varnarmaður í KFG, liði sem fékk á sig 24 mörk á sig. Sverrir segir að Jóhann Þór sem skoraði 12 mörk fyrir Víði hafi komið sterklega til greina.
Athugasemdir