Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   sun 01. október 2023 20:16
Kjartan Leifur Sigurðsson
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Raggi er í miklu uppáhaldi hjá Þengli
Raggi er í miklu uppáhaldi hjá Þengli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekkert eðlilega sáttur. Það er fátt betra en að hjálpa liðinu að halda sér uppi. Í okkar huga var þetta 50 milljón króna leikurinn. Segir Þengill Orrason sem skoraði sigurmark Fram gegn KA í kvöld. Fram fór með sigrinum langleiðina með að tryggja sæti sitt í deildinni.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KA

Framarar mættu mjög svo tilbúnir í leikinn og hver og einn leikmaður var mættur til að berjast fyrir merkið á treyjunni.

„Það var ekkert annað í boði. Við komum með það hugarfar að vinna leikinn. ÍBV vann HK og það hefði verið helvíti sárt að vinna ekki leikinn og vera svo að fara í úrslitaleik við Fylki um næstu helgi. Það er miklu skemmtilegra að klára þetta hérna heima fyrir framan okkar stuðningsmenn."

Þengill skoraði líka mikilvægt mark gegn ÍBV um seinustu helgi en Þengill er hafsent og er ekki vanur að skora mikið.

„Ég hef alltaf vitað að ég er með markanef innra með mér og það er að koma í ljós á þessu tímabili. Ég er því miður ekki vanur að vera skora mikið en ég er að gera það á réttum tímapunkti."

Þengill spilaði ekki neitt fyrir Fram fyrir tvískiptingu en er núna að festa sæti sitt í liðinu.

„Draumurinn var alltaf að fá að spila eitthverja leiki í sumar en ekki beint undir þessum kringumstæðum. Ég fékk kallið hjá Ragga og þá verður maður bara að standa sig og að skora eitthver mörk er bara plús."

Þengill er mikil aðdáandi af því að spila fyrir þjálfarann sinn Ragnar Sigurðsson sem var auðvitað hafsent sjálfur.

„Það er fátt betra. Þetta er draumur fyrir mig sem varnarmann að spila fyrir hann. Hann er alltaf að hjálpa mér og ég finn það bara að ég er miklu betri varnarmaður. Delphin Tshiembe hefur líka hjálpað mér ekkert eðlilega mikið. Þetta er ógeðslega gaman. Ég á von á því að Raggi haldi áfram með liðið á næsta ári."
Athugasemdir
banner