Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   sun 01. október 2023 20:16
Kjartan Leifur Sigurðsson
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Raggi er í miklu uppáhaldi hjá Þengli
Raggi er í miklu uppáhaldi hjá Þengli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekkert eðlilega sáttur. Það er fátt betra en að hjálpa liðinu að halda sér uppi. Í okkar huga var þetta 50 milljón króna leikurinn. Segir Þengill Orrason sem skoraði sigurmark Fram gegn KA í kvöld. Fram fór með sigrinum langleiðina með að tryggja sæti sitt í deildinni.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KA

Framarar mættu mjög svo tilbúnir í leikinn og hver og einn leikmaður var mættur til að berjast fyrir merkið á treyjunni.

„Það var ekkert annað í boði. Við komum með það hugarfar að vinna leikinn. ÍBV vann HK og það hefði verið helvíti sárt að vinna ekki leikinn og vera svo að fara í úrslitaleik við Fylki um næstu helgi. Það er miklu skemmtilegra að klára þetta hérna heima fyrir framan okkar stuðningsmenn."

Þengill skoraði líka mikilvægt mark gegn ÍBV um seinustu helgi en Þengill er hafsent og er ekki vanur að skora mikið.

„Ég hef alltaf vitað að ég er með markanef innra með mér og það er að koma í ljós á þessu tímabili. Ég er því miður ekki vanur að vera skora mikið en ég er að gera það á réttum tímapunkti."

Þengill spilaði ekki neitt fyrir Fram fyrir tvískiptingu en er núna að festa sæti sitt í liðinu.

„Draumurinn var alltaf að fá að spila eitthverja leiki í sumar en ekki beint undir þessum kringumstæðum. Ég fékk kallið hjá Ragga og þá verður maður bara að standa sig og að skora eitthver mörk er bara plús."

Þengill er mikil aðdáandi af því að spila fyrir þjálfarann sinn Ragnar Sigurðsson sem var auðvitað hafsent sjálfur.

„Það er fátt betra. Þetta er draumur fyrir mig sem varnarmann að spila fyrir hann. Hann er alltaf að hjálpa mér og ég finn það bara að ég er miklu betri varnarmaður. Delphin Tshiembe hefur líka hjálpað mér ekkert eðlilega mikið. Þetta er ógeðslega gaman. Ég á von á því að Raggi haldi áfram með liðið á næsta ári."
Athugasemdir
banner