Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 02. febrúar 2023 15:46
Elvar Geir Magnússon
Ayew hafnaði Everton og fer til Forest
Sóknarmaðurinn reynslumikli Andre Ayew er að ganga í raðir Nottingham Forest á frjálsri sölu.

Hinn 33 ára Ayew hefur verið félagslaus síðan hann yfirgaf Al Sadd í Katar og mun skrifa undir samning við Forest út tímabilið. Hann hefur spilað í Katar síðustu tvö ár.

Hann ræddi einnig við Everton en hafnaði tilboði frá félaginu og er í læknisskoðun hjá Forest.

Þessi fyrrum sóknarmaður Swansea og West Ham verður 29. leikmaðurinn sem Forest fær til síðan hann félagið komst upp í ensku úrvalsdeildina.

Steve Cooper, stjóri Forest, þekkir Ayew vel en þeir unnu saman í Wales. Hann kemur til að aðstoða við að leysa af Taiwo Awoniyi, Morgan Gibbs-White og Jesse Lingard sem eru á meiðslalistanum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir