Það vakti athygli í dag þegar Víkingur tilkynnti um komu varnarmannsins Róberts Orra Þorkelssonar en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.
Róbert er örvfættur og spilar oftast í miðverði, þó að hann geti einnig leyst vinstri bakvörðinn.
Það vakti sérstaklega athygli að félagið sem krækti í hann væri Víkingur en ekki Breiðablik en þjálfari liðsins hefur gefið það út að Breiðablik sé í leit að varnarmanni. Róbert var leikmaður Breiðabliks áður en hann hélt út í atvinnumennsku um mitt tímabil 2021. Valur reyndi einnig að fá Róbert í sínar raðir, en hann valdi Víking.
Róbert er örvfættur og spilar oftast í miðverði, þó að hann geti einnig leyst vinstri bakvörðinn.
Það vakti sérstaklega athygli að félagið sem krækti í hann væri Víkingur en ekki Breiðablik en þjálfari liðsins hefur gefið það út að Breiðablik sé í leit að varnarmanni. Róbert var leikmaður Breiðabliks áður en hann hélt út í atvinnumennsku um mitt tímabil 2021. Valur reyndi einnig að fá Róbert í sínar raðir, en hann valdi Víking.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net fór Breiðablik ekki í neinar samningsviðræður við Róbert Orra. Samkvæmt heimildum vill Breiðablik fá sneggri miðvörð inn í sitt lið.
Breiðablik er í miðvarðarleit þar sem Damir Muminovic verður ekki með liðinu allt Íslandsmótið, hann missir allavega af fyrri hluta móts þar sem hann spilar í Singapúr fram á vor hið minnsta. Breiðablik er í dag með miðverðina Viktor Örn Margeirsson, Ásgeir Helga Orrason og Daniel Obbekjær.
Breiðablik hefur reynt að fá Ívar Örn Árnason, örvfættan miðvörð, frá KA en ekki tekist þar sem Ívar er einfaldlega ekki til sölu og útséð um að hann fari til Blika. Leit Breiðabliks heldur því áfram.
Hjá Víkingi fer Róbert í samkeppni við Oliver Ekroth, Gunnar Vatnhamar, Jón Guðna Fjóluson og Halldór Smára Sigurðsson um stöðu í hjarta varnarinnar. Víkingur gæti einnig horft í Róbert sem bakvörð sem kemur inn á völlinn og myndar þriggja manna vörn þegar liðið sækir, leikmynd sem kemur oft upp hjá Víkingi.
Athugasemdir