Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 31. janúar 2025 23:58
Sölvi Haraldsson
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Dóri Árna er Íslandsmeistari með Breiðablik.
Dóri Árna er Íslandsmeistari með Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn hefur verið orðaður við Breiðablik.
Ívar Örn hefur verið orðaður við Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta er bara æfingaleikur í janúar og við horfðum á hann sem slíkan. Við dreifðum álaginu á menn og erum að trekkja okkur í gang. Þetta er smá test á menn sem hafa verið að spila hálfleik hingað til og við fengum jákvæð svör við því í dag.“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-2 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Þungavigtabikarsins 2025.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  4 Breiðablik

Breiðablik er annað liðið til að vinna Þungavigtabikarinn en Dóra finnst þessi keppni gefa hefðbundnum æfingaleikjum meira vægi.

Þetta breytir umgjörðinni og svo sjá mótastjórarnir líka um að skaffa dómara og vellina, þá þurfum við ekki að vera að sjá um allt þetta. Fyrir utan það að þetta heitir mót gerir það aðeins meira úr hlutunum. Frábært að vera með mót í janúar þar sem er ekki einhver kvóti á skiptingar, einhver stopp og allir mega spila. Ég held að það sé það mikilvægasta.“

Hvernig er staðan á hópnum hjá Blikum í dag?

Já staðan er góð. Flestir eru heilir og það er tröppugangur í þessu. Við vorum að klára okkar erfiðustu viku hingað til, búnir að æfa tvisvar á dag í þessari viku ég vissi ekki alveg hvernig þyngslin á mönnunum voru í dag en þeir voru nokkuð ferskir held ég. Svo bara á þriðjudaginn er fyrsti leikur í Lengjubikarnum. Við erum á góðum stað í dag og þetta lítur vel út.

Næst á dagskrá hjá Blikum er Lengjubikarinn en það hefur mikið verið í umræðunni hvort breyta skuli fyrirkomulaginu á Lengjubikarnum þar sem liðin í efstu deild fá einungis tvo leiki gegn öðrum liðum í efstu deild. 

Ég hef verið báðum meginn við borðið. Nú er ég að þjálfa Breiðablik sem eru Íslandsmeistarar ég hef líka verið með KV í næstefstu deild. Hjá Breiðablik fáum við tvö efstu deildarlið og þrjú Lengjudeildarlið en hjá KV fengum við þrjú efstu deildarlið og tvö Lengjudeildarlið. Það var alltaf líka svolítið skakt.“

„Þetta er ekki heppilegt fyrir neinn þannig lagað. Þetta var líka svona í fyrra, við fengum engan alvöru leik fyrr en gegn Köln, viku fyrir mót. Í hinum fullkomna heimi værum við með 18 lið í A deild í staðin fyrir 24 lið. Það er bara mín skoðun sem myndi gera þetta held ég betra fyrir alla en það er bara gott að fá þessa leiki.

Ívar Örn og Anton Logi hafa verið orðaðir við Breiðablik. Dóri segir að Anton Logi sé ekki á heimleið og að Ívar Örn sé leikmaður KA í dag sem þýðir að hann getur ekki tjáð sig um hans mál.

Ég get ekkert sagt til með það í dag. Hann er bara leikmaður KA og eins og aðrir leikmenn sem við erum að skoða eru þeir samningslausir eða í öðrum liðum. Í dag spilum við með Viktor Örn og Ásgeir Helga og Arnór Gauta og svo Daniel. Við erum í ágætis málum en ég held að það sé ekkert leyndarmál að við erum í leit að hafsent.

Dóri sagði þá að Breiðablik væri í leit að hafsent og framherja en Óli Valur Ómarsson spilaði allan leikinn í senter fyrir Blika.

Viðtalið við Halldór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner