Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   mið 02. mars 2022 16:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Allt annað líf" fyrir KR-inga eftir að gervigrasið varð klárt
Úr leiknum gegn Keflavík
Úr leiknum gegn Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar hafa verið á talsverðu flakki á undirbúningstímabilinu á meðan þeir biðu eftir því að nýtt gervigras yrði tilbúið á æfingavöllinn sinn.

„Við erum ekki búnir að æfa nægilega vel vegna þess að það var tekinn af okkur gervigrasvöllurinn 6. desember og við erum ennþá að bíða eftir því að nýja grasið verði tilbúið svo við getum farið að æfa út í KR. Við erum búnir að vera á flakki út um allan bæ, æfa hér og þar. Þetta hefur ekki alveg verið eins og maður hefði óskað sér en vonandi verður grasið tilbúið innan fárra daga og við getum farið að æfa þar eins og menn og þá hefst þessi undirbúningur okkar kannski af meiri krafti," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Fótbolta.net í byrjun síðasta mánaðar.

Vissu oft ekki hvar þeir myndu æfa næst
Nýja gervigrasið var klárt á dögunum og æfði meistaraflokkur karla í fyrsta sinn á því í síðustu viku.

„Við höfum verið út í Gróttu mikið í hádeginu, vorum heppnir að fá tíma þar. Við vorum svo einu sinni í viku upp í ÍR-húsi. Frá því í byrjun desember erum við búnir að leita að æfingasvæði. Fyrir jól vorum við einu sinni í viku á Framvellinum í Safamýri, æfðum þar seint á kvöldin. Æfingatímarnir hafa ekki verið þeir bestu og verið mikið flakk á okkur. Við vissum oft ekki fyrr en deginum áður og stundum samdægurs hvar við myndum æfa eða klukkan hvað. Það er búið að vera basl en við erum samt búnir að geta æft ágætlega og erum á ágætis stað myndi ég segja."

Eru þeim stað sem þeir eru vanir að vera á
Hefur þetta haft áhrif á formið á þínum leikmönnum?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Í síðustu viku byrjuðum við á ákveðnu prógrami sem ég fer alltaf í þegar það eru svona átta vikur í mót. Við fengum völlinn okkar í vikunni og spiluðum gegn Keflavík á honum. Við erum á sama stað og við erum vanir að vera á á þessum árstíma."

„Það er erfitt að vera með leikmannahópinn út um allan bæ, koma sjaldan í KR-heimilið og í klefann sinn. Núna hittumst við oftar og þessi vika til þessa er búin að vera frábær. Við höfum getað hist daglega, æft, verið saman og haft það gott í búningsklefanum okkar. Það er allt annað líf núna,"
sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner