Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 02. júní 2024 16:33
Elvar Geir Magnússon
Jökull segir varnarleikinn óásættanlegan - „Ég þarf að stíga upp og leikmenn líka“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur fengið á sig níu mörk í tveimur leikjum en liðið tapaði 4-2 fyrir Vestra í dag. Jökull Elísabetarson var að sjálfsögðu ekki sérlega kátur eftir leik í Laugardalnum.

Lestu um leikinn: Vestri 4 -  2 Stjarnan

„Lélegur varnarleikur, aðallega í þessum mörkum. Óásættanlegt hvernig við gefum þau. Við hefðum getað gert betur í öðrum þáttum en þetta eru stóru mómentin," segir Jökull.

„Þeir gerðu þetta virkilega vel en við gerðum þetta illa. Vestramenn komu ekki á óvart. Þetta er ólíkt okkur, standardinn hjá okkur er ekki nægilega hár. Við þurfum að stíga upp allir, ég þarf að stíga upp og leikmenn líka. Það vantar mikið uppá."

Hefði sennilega getað byrjað
Sóknarmaðurinn Emil Atlason byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik. Af hverju byrjaði hann ekki leikinn?

„Það er mjög stutt á milli leikja, mikið leikjaálag. Hann hefur verið aðeins tæpur í ökklanum og fann aðeins í lærinu í síðasta leik. Hann hefði sennilega alveg getað byrjað en maður er aðeins að hugsa til lengri tíma. Halda honum heilum."

Það voru ekki margir ljósir punktar hjá Stjörnuliðinu en hinn nítján ára gamli Haukur Örn Brink skoraði tvö mörk. Hans fyrstu mörk í efstu deild.

„Gríðarlega vel gefinn ungur maður og gaman að hann uppskeri þessi mörk sem hann á skilið þó það hafi ekki talið í dag. Hann var bara flottur og kemur alltaf vel inn hjá okkur, bæði á æfingum og leikjum," segir Jökull að lokum.

Í viðtalinu sem sjá má hér að ofan ræðir hann meðal annars um næsta leik, sem er bikarleikur gegn Þór á Akureyri.
Athugasemdir
banner