Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 02. júní 2024 16:33
Elvar Geir Magnússon
Jökull segir varnarleikinn óásættanlegan - „Ég þarf að stíga upp og leikmenn líka“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur fengið á sig níu mörk í tveimur leikjum en liðið tapaði 4-2 fyrir Vestra í dag. Jökull Elísabetarson var að sjálfsögðu ekki sérlega kátur eftir leik í Laugardalnum.

Lestu um leikinn: Vestri 4 -  2 Stjarnan

„Lélegur varnarleikur, aðallega í þessum mörkum. Óásættanlegt hvernig við gefum þau. Við hefðum getað gert betur í öðrum þáttum en þetta eru stóru mómentin," segir Jökull.

„Þeir gerðu þetta virkilega vel en við gerðum þetta illa. Vestramenn komu ekki á óvart. Þetta er ólíkt okkur, standardinn hjá okkur er ekki nægilega hár. Við þurfum að stíga upp allir, ég þarf að stíga upp og leikmenn líka. Það vantar mikið uppá."

Hefði sennilega getað byrjað
Sóknarmaðurinn Emil Atlason byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik. Af hverju byrjaði hann ekki leikinn?

„Það er mjög stutt á milli leikja, mikið leikjaálag. Hann hefur verið aðeins tæpur í ökklanum og fann aðeins í lærinu í síðasta leik. Hann hefði sennilega alveg getað byrjað en maður er aðeins að hugsa til lengri tíma. Halda honum heilum."

Það voru ekki margir ljósir punktar hjá Stjörnuliðinu en hinn nítján ára gamli Haukur Örn Brink skoraði tvö mörk. Hans fyrstu mörk í efstu deild.

„Gríðarlega vel gefinn ungur maður og gaman að hann uppskeri þessi mörk sem hann á skilið þó það hafi ekki talið í dag. Hann var bara flottur og kemur alltaf vel inn hjá okkur, bæði á æfingum og leikjum," segir Jökull að lokum.

Í viðtalinu sem sjá má hér að ofan ræðir hann meðal annars um næsta leik, sem er bikarleikur gegn Þór á Akureyri.
Athugasemdir
banner
banner