Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   sun 02. júní 2024 16:33
Elvar Geir Magnússon
Jökull segir varnarleikinn óásættanlegan - „Ég þarf að stíga upp og leikmenn líka“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur fengið á sig níu mörk í tveimur leikjum en liðið tapaði 4-2 fyrir Vestra í dag. Jökull Elísabetarson var að sjálfsögðu ekki sérlega kátur eftir leik í Laugardalnum.

Lestu um leikinn: Vestri 4 -  2 Stjarnan

„Lélegur varnarleikur, aðallega í þessum mörkum. Óásættanlegt hvernig við gefum þau. Við hefðum getað gert betur í öðrum þáttum en þetta eru stóru mómentin," segir Jökull.

„Þeir gerðu þetta virkilega vel en við gerðum þetta illa. Vestramenn komu ekki á óvart. Þetta er ólíkt okkur, standardinn hjá okkur er ekki nægilega hár. Við þurfum að stíga upp allir, ég þarf að stíga upp og leikmenn líka. Það vantar mikið uppá."

Hefði sennilega getað byrjað
Sóknarmaðurinn Emil Atlason byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik. Af hverju byrjaði hann ekki leikinn?

„Það er mjög stutt á milli leikja, mikið leikjaálag. Hann hefur verið aðeins tæpur í ökklanum og fann aðeins í lærinu í síðasta leik. Hann hefði sennilega alveg getað byrjað en maður er aðeins að hugsa til lengri tíma. Halda honum heilum."

Það voru ekki margir ljósir punktar hjá Stjörnuliðinu en hinn nítján ára gamli Haukur Örn Brink skoraði tvö mörk. Hans fyrstu mörk í efstu deild.

„Gríðarlega vel gefinn ungur maður og gaman að hann uppskeri þessi mörk sem hann á skilið þó það hafi ekki talið í dag. Hann var bara flottur og kemur alltaf vel inn hjá okkur, bæði á æfingum og leikjum," segir Jökull að lokum.

Í viðtalinu sem sjá má hér að ofan ræðir hann meðal annars um næsta leik, sem er bikarleikur gegn Þór á Akureyri.
Athugasemdir
banner