Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 02. júní 2024 16:33
Elvar Geir Magnússon
Jökull segir varnarleikinn óásættanlegan - „Ég þarf að stíga upp og leikmenn líka“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur fengið á sig níu mörk í tveimur leikjum en liðið tapaði 4-2 fyrir Vestra í dag. Jökull Elísabetarson var að sjálfsögðu ekki sérlega kátur eftir leik í Laugardalnum.

Lestu um leikinn: Vestri 4 -  2 Stjarnan

„Lélegur varnarleikur, aðallega í þessum mörkum. Óásættanlegt hvernig við gefum þau. Við hefðum getað gert betur í öðrum þáttum en þetta eru stóru mómentin," segir Jökull.

„Þeir gerðu þetta virkilega vel en við gerðum þetta illa. Vestramenn komu ekki á óvart. Þetta er ólíkt okkur, standardinn hjá okkur er ekki nægilega hár. Við þurfum að stíga upp allir, ég þarf að stíga upp og leikmenn líka. Það vantar mikið uppá."

Hefði sennilega getað byrjað
Sóknarmaðurinn Emil Atlason byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik. Af hverju byrjaði hann ekki leikinn?

„Það er mjög stutt á milli leikja, mikið leikjaálag. Hann hefur verið aðeins tæpur í ökklanum og fann aðeins í lærinu í síðasta leik. Hann hefði sennilega alveg getað byrjað en maður er aðeins að hugsa til lengri tíma. Halda honum heilum."

Það voru ekki margir ljósir punktar hjá Stjörnuliðinu en hinn nítján ára gamli Haukur Örn Brink skoraði tvö mörk. Hans fyrstu mörk í efstu deild.

„Gríðarlega vel gefinn ungur maður og gaman að hann uppskeri þessi mörk sem hann á skilið þó það hafi ekki talið í dag. Hann var bara flottur og kemur alltaf vel inn hjá okkur, bæði á æfingum og leikjum," segir Jökull að lokum.

Í viðtalinu sem sjá má hér að ofan ræðir hann meðal annars um næsta leik, sem er bikarleikur gegn Þór á Akureyri.
Athugasemdir
banner