29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 02. júní 2024 16:33
Elvar Geir Magnússon
Jökull segir varnarleikinn óásættanlegan - „Ég þarf að stíga upp og leikmenn líka“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur fengið á sig níu mörk í tveimur leikjum en liðið tapaði 4-2 fyrir Vestra í dag. Jökull Elísabetarson var að sjálfsögðu ekki sérlega kátur eftir leik í Laugardalnum.

Lestu um leikinn: Vestri 4 -  2 Stjarnan

„Lélegur varnarleikur, aðallega í þessum mörkum. Óásættanlegt hvernig við gefum þau. Við hefðum getað gert betur í öðrum þáttum en þetta eru stóru mómentin," segir Jökull.

„Þeir gerðu þetta virkilega vel en við gerðum þetta illa. Vestramenn komu ekki á óvart. Þetta er ólíkt okkur, standardinn hjá okkur er ekki nægilega hár. Við þurfum að stíga upp allir, ég þarf að stíga upp og leikmenn líka. Það vantar mikið uppá."

Hefði sennilega getað byrjað
Sóknarmaðurinn Emil Atlason byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik. Af hverju byrjaði hann ekki leikinn?

„Það er mjög stutt á milli leikja, mikið leikjaálag. Hann hefur verið aðeins tæpur í ökklanum og fann aðeins í lærinu í síðasta leik. Hann hefði sennilega alveg getað byrjað en maður er aðeins að hugsa til lengri tíma. Halda honum heilum."

Það voru ekki margir ljósir punktar hjá Stjörnuliðinu en hinn nítján ára gamli Haukur Örn Brink skoraði tvö mörk. Hans fyrstu mörk í efstu deild.

„Gríðarlega vel gefinn ungur maður og gaman að hann uppskeri þessi mörk sem hann á skilið þó það hafi ekki talið í dag. Hann var bara flottur og kemur alltaf vel inn hjá okkur, bæði á æfingum og leikjum," segir Jökull að lokum.

Í viðtalinu sem sjá má hér að ofan ræðir hann meðal annars um næsta leik, sem er bikarleikur gegn Þór á Akureyri.
Athugasemdir
banner