Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Er mikill Púlari þannig að það væri gaman að spila á Anfield"
Icelandair
EM KVK 2025
Katla á landsliðsæfingu.
Katla á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikil stemning hjá Íslendingafélagi Kristianstad.
Það er mikil stemning hjá Íslendingafélagi Kristianstad.
Mynd: Kristianstad
Katla Tryggvadóttir er á sínu fyrsta stórmóti með Íslandi. Það er ekki svo langt síðan hún var í Bestu deildinni með Þrótti að leika listir sínar þar, en í dag er hún að gera góða hluti með Kristianstad í Svíþjóð.

Stærri félög í Evrópu er að fylgjast með Kötlu sem hefur verið með fyrirliðabandið hjá Kristianstad þrátt fyrir að vera bara á sínu öðru tímabili með Kristianstad og þrátt fyrir að vera jú, bara tvítug.

„Lífið er mjög gott. Það munar öllu að hafa Íslendingana, við höngum mikið saman utan vallar og svona. Svo gengur líka vel núna eftir brösulega byrjun. Við settum okkur skýr markmið fyrir mót að vera í toppbaráttu og ná gullinu," sagði Katla við Fótbolta.net í Serbíu á dögunum.

Hún spilar þar með Alexöndru Jóhannsdóttur og Guðnýju Árnadóttur, sem eru einnig í landsliðinu. Hlín Eiríksdóttir lék með liðinu í fyrra en er núna farin til Leicester sem er í ensku úrvalsdeildinni. Katla segist sakna Hlínar mikið en hún er jafnframt ótrúlega stolt af henni að spila í ensku úrvalsdeildinni.

„Er það eitthvað sem þú vilt upplifa í framtíðinni, að spila í ensku úrvalsdeildinni?

„Já," sagði Katla einfaldlega en er hún með eitthvað félag í huga? „Nei, ekkert þannig. Ég er mikill Púlari þannig að það væri gaman að spila á Anfield."

Voru skammaðar um daginn
Katla segist eiginlega tala of mikla íslensku í Svíþjóð þar sem Íslandstengingin er gríðarlega sterk hjá félaginu.

„Við reynum að passa upp á þetta, vorum skammaðar um daginn fyrir að tala of mikla íslensku," sagði Katla. Hún segir að það hafi verið ómetanlegt skref fyrir sig að fara til Kristianstad og um fyrirliðahlutverkið sagði hún:

„Mér finnst það bara gaman. Ég held að þetta sé bara hluti af mínum karakter. Ég er ekkert að haga mér öðruvísi þó ég sé með bandið. Það er samt ótrúlega mikill heiður. Mér þykir mjög vænt um þetta félag."

„Þau sáu eitthvað mér þjálfararnir."

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir