Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
   fim 26. júní 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Sá á Instagram að hún væri í hópnum - Með mynd upp á vegg heillengi
Icelandair
EM KVK 2025
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: KSÍ
Katla hefur verið fastakona í íslenska landsliðshópnum að undanförnu.
Katla hefur verið fastakona í íslenska landsliðshópnum að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katla Tryggvadóttir er tiltölulega nýorðin tvítug og er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu. Hún er í lokahópnum sem fer á Evrópumótið í Sviss en þetta hefur lengi verið markmið hjá henni.

„Það er rosalega heitt úti en mjög mikil stemning," sagði Katla Tryggvadóttir þegar hún ræddi við Fótbolta.net við hótel landsliðsins í Serbíu í gær. Liðið er þar í æfingabúðum fyrir EM.

Hvernig hefur gengið að æfa í þessum hita?

„Það hefur eiginlega gengið furðuvel," sagði Katla. „En það er vatnspása reglulega. Ég er allavega ekki vön þessu. Við erum líka með klaka og eitthvað sem við setjum á bakið."

„Þetta er mjög þægilegt allt saman hérna. Það er ekkert áreiti utan frá. Þetta eru bara við stelpurnar að hanga saman allan daginn sem styrkir bara liðsheildina. Við erum ákveðnar að standa okkur vel og við erum með sterkt lið. Það er einhver veisla framundan."

Verið markmiðið í langan tíma
Katla hefur verið í flestum hópum undanfarið. Hún hefur leikið vel með Kristianstad í Svíþjóð og vann sér þannig sæti í landsliðinu. Hvernig var að fá að vita að þú værir á leiðinni á EM?

„Það var ótrúlega skemmtilegt. Mjög mikill heiður og ég er stolt af því. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu verkefni," segir Katla sem frétti af því að hún væri í hópnum er hún horfði á myndband á Instagram.

„Ég sá í raun bara vídjó á Instagram og þannig fékk ég að vita það. Maður er alltaf smá stressaður fyrir einhverju svona en það var mjög gott að fá kallið."

„Það hefur verið mynd af EM 2025 upp á vegg hjá mér heillengi. Það var þannig heima hjá mér," segir Katla en þegar hún er spurð út í fyrstu minningarnar af EM þá rifjar hún upp mótið 2017 í Hollandi.

„Ég fór til Hollands 2017 og það var geggjað. Ég var staðráðin í því þá að ég ætlaði einn daginn að komast á stórmót. Ég var þarna með allri fjölskyldunni minni og það var mjög skemmtilegt."

Katla segist spennt fyrir því að fara til Sviss og sjá allt þar, en markmiðið á mótinu er að fara upp úr riðlinum. Í spilaranum hér að ofan er hægt að sjá allt viðtalið við þennan efnilega leikmann.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner
banner