Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 02. ágúst 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu umdeilt atvik á Selfossi - Benti á vitleysuna og fékk spjald
Björn skorar
Björn skorar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nei, rangstaða
Nei, rangstaða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var stórleikur í 2. deild í gær þar sem Selfoss vann 2-1 sigur á Víkingi Ólafsvík og náði þar með níu stiga forystu á toppi deildarinnar.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Víkingur Ó.

Ólafsvíkingar voru allt annað en sáttir þegar mark var dæmt af Birni Axel Guðjónssyni þegar hann skallaði boltann í netið þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Björn Axel mótmælti dómnum og fékk gult spjald fyrir það. Hann verður því í banni vegna uppsafnaðra áminninga þegar Víkingur fær Reyni Sandgerði í heimsókn um næstu helgi.

Boltinn fór greinilega af varnarmanni Selfyssinga áður en Björn Axel kom boltanum í netið en rangstaða var dæmd. Brynjar Kristmundsson þjálfari Víkings var afar ósáttur eftir leikinn.

„Mark sem við skorum sem er dæmt af vegna rangstöðu þar sem boltinn fer af andstæðing, það er mjög dýrt spaug í svona leik," sagði Brynjar.

„Ég fékk útskýringu frá honum eftir leik. Fyrst að okkar maður hoppar upp með Selfyssingnum þá er það snerting. Ég hef aldrei heyrt þetta áður, ég þarf að kíkja í reglubókina, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt."

„Ég veit ekki hvenig það yrði orðað. Hversu mikið þarf hann að reyna  við boltann, þetta er bara snerting frá Selfyssing á okkar mann og hann skorar. Ég verð að treysta því að hann sé með reglurnar á hreinu en ég set spurningamerki við þetta," sagði Brynjar að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner