Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   fös 02. ágúst 2024 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Myndir: Markið sem dómarinn tók af Víkingum á Selfossi í gær
Leikmenn Víkinga mótmæla Gunnari Oddi eftir að hann dæmdi markið af.
Leikmenn Víkinga mótmæla Gunnari Oddi eftir að hann dæmdi markið af.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Kristmundsson á hliðarlínunni í gær.
Brynjar Kristmundsson á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Oddur Hafliðason dæmdi fullkomnlega löglegt jöfnunarmark af Víkingi Ólafsvík í toppslag 2. deildar gegn Selfossi í gær en ef það hefði fengið að standa þá Víkingur jafnað í 2 - 2. Selfoss vann því leikinn 2 - 1.

Á meðfylgjandi myndum má rekja sögu marksins en þrír leikmenn Selfoss virðast fara í skallatennis og skalla á endanum fyrir eigið mark þar sem Björn Axel Guðjónsson skallar yfir Robert Blakala markvörð Selfoss og í markið. Á meðfylgjandi myndum má sjá aðdraganda marksins og í raun að sparkað er í andlit Björns Axels þegar hann skorar svo eflaust hefði mátt dæma víti líka.

Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Víkingur Ó.

„Mark sem við skorum sem er dæmt af vegna rangstöðu þar sem boltinn fer af andstæðing, það er mjög dýrt spaug í svona leik," sagði Brynjar Kristmundsson þjálfari Ólsara eftir leik.

„Ég fékk útskýringu frá honum eftir leik. Fyrst að okkar maður hoppar upp með Selfyssingnum þá er það snerting. Ég hef aldrei heyrt þetta áður, ég þarf að kíkja í reglubókina, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt," sagði Brynjar.

„Ég veit ekki hvenig það yrði orðað. Hversu mikið þarf hann að reyna við boltann, þetta er bara snerting frá Selfyssing á okkar mann og hann skorar. Ég verð að treysta því að hann sé með reglurnar á hreinu en ég set spurningamerki við þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner