Liverpool til í að berjast við Man Utd um Branthwaite - Southgate líklegastur til að taka við af Ten Hag
banner
   mið 02. október 2024 09:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allegri með stuðning frá sjálfum Sir Alex Ferguson
Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri.
Mynd: Getty Images
Max Allegri, fyrrum stjóri Juventus, er samkvæmt ítölskum fjölmiðlum ofarlega á lista Manchester United ef Erik ten Hag verður vikið úr starfi.

Ten Hag situr þessa stundina í heitu sæti hjá United og eru fjölmiðlar þegar farnir að velta fyrir sér hver gæti tekið við stöðunni af honum.

Allegri stýrði síðast Juventus á Ítalíu en yfirgaf félagið eftir síðasta tímabil.

Gazzetta dello Sport segir frá því að Allegri sé með stuðning frá Sir Alex Ferguson í tengslum við starfið hjá Man Utd.

Allegri, sem er 57 ára, hefur unnið sex Ítalíumeistaratitla á þjálfaraferli sínum og fimm bikarmeistaratitla.

Í greininni segir einnig að helsti keppinautur Allegri um starfið sé Thomas Tuchel sem er einnig án félags þessa stundina.
Athugasemdir
banner
banner