Reynsluboltinn Bjarki Aðalsteinsson varð samningslaus 16. nóvember þegar samningur hans við Grindavík rann út.
Hann segir við Fótbolta.net að hann sé ekki lengur leikmaður Grindavíkur og liggi undir feldi þessa dagana og er að skoða sín mál.
Hann segir við Fótbolta.net að hann sé ekki lengur leikmaður Grindavíkur og liggi undir feldi þessa dagana og er að skoða sín mál.
Bjarki er 33 ára miðvörður sem spilaði ekkert í sumar vegna meiðsla. Hann var varafyrirliði Grindavíkur tímabilið 2023.
Bjarki er uppalinn hjá Breiðabliki og hefur í meistaraflokki spilað með Augnabliki, Reyni Sandgerði, Selfossi, Þór, Lekni og Grindavík á sínum ferli. Alls eru KSÍ leikirnir 246 og mörkin tíu.
Athugasemdir