Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
West Ham á eftir tveimur leikmönnum Liverpool
Mynd: EPA
West Ham er að fá vinstri bakvörðinn El Hadji Malick Diouf frá Slavia Prague. Lundúnafélagið ætlar að leita til Liverpool að næstu kaupum.

The Guardian segir að félagið ætli að reyna fá hinn 22 ára gamla Harvey Elliott frá Liverpool og þá hefur félagið einnig sýnt Tyler Morton, leikmanni Liverpool, áhuga.

Talið er að Liverpool vilji fá 40-50 milljónir punda fyrir Elliott en RB Leipzig er einnig meðal félaga sem hafa sýnt honum áhuga.

Morton er einnig 22 ára en hann hefur ekki náð að springa út hjá Liverpool. Hann kom aðeins við sögu í fimm leikjum á síðustu leiktíð en hann var á láni hjá Blackburn tímabilið 2022/23 og Hull 2023/24 en bæði lið eru í Championship deildinni.
Athugasemdir
banner
banner