Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
   sun 13. júlí 2025 21:16
Sölvi Haraldsson
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Siggi Hall.
Siggi Hall.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við byrjuðum ekki nægilega vel en fannst við vinna okkur inn í leikinn. Við vorum ekkert frábærir þótt við vorum 2-0 yfir og svo í seinni hállfeik gengum við á lagið. Þeir urðu svolítið særðir við að lenda undir og yfirburðirnir jókust með hverju markinu sem við skorum.“ sagði Sigurður Bjartur Hallsson, leikmaður FH, eftir 5-0 sigur FH í dag.

Lestu um leikinn: FH 5 -  0 KA

KA-menn réðu illa við FH-ingana og sköpuðu mjög lítið af færum til þess að komast aftur inn í leikinn.

„Mér fannst þeir ekki skapa sér neitt afgerandi í leiknum. Þetta var aðallega hætta þegar Hallgrímur var að fá hann úti, ég var í smá veseni með hann þegar hann var að fá hann.“

Sigurður fer niður í teignum rétt áður en flautað var til hálfleiks og FH-ingar vildu fá vítaspyrnu.

„Þetta var púra víti, þetta hafði engin áhrif á leikinn svo þetta skiptir engu máli. Hann gerir bara mistök eins og við allir.“

Siggi segir að þetta hafi verið andlega erfitt fyrir KA í dag og að þeir hafi nýtt sér það.

„Ég held að þetta hafi bara orðið mjög erfitt fyrir þá. Við vorum mjög þéttir og þeir voru ekki að skapa sér nein færi, það verður andlega erfitt þegar þú ert ekki að skapa þér færi. Þú finnur bara að þú ert ekki að koma þér í leikinn. Þeir brotnuðu og við gengum á lagið og hættum aldrei, við ætluðum aldrei að láta þá skora í þessum leik heldur.“

Björn Daníel skaut á sérfræðinga Stúkunnar á X-inu í vikunni og talaði við Fótbolti.net um það sömuleiðis í viðtali eftir leikinn. Málið varðar umræðuna um gras og gervigras í Íslenskum fótbolta. Hver er hlið Sigurðar í því máli?

„Ég veit ekki hvað svarið er við því. Við erum margir hverjir búnir að spila á grasi alla okkar ævi og erum meiri grasleikmenn, ég bara veit það ekki. Taflann lýgur ekki, við erum að fá flest okkar stig á grasi. Við verðum að gera eitthvað til þess að fá stig á gervigrasi.“

Viðtalið við Sigurð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner