Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
   sun 13. júlí 2025 21:16
Sölvi Haraldsson
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Siggi Hall.
Siggi Hall.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við byrjuðum ekki nægilega vel en fannst við vinna okkur inn í leikinn. Við vorum ekkert frábærir þótt við vorum 2-0 yfir og svo í seinni hállfeik gengum við á lagið. Þeir urðu svolítið særðir við að lenda undir og yfirburðirnir jókust með hverju markinu sem við skorum.“ sagði Sigurður Bjartur Hallsson, leikmaður FH, eftir 5-0 sigur FH í dag.

Lestu um leikinn: FH 5 -  0 KA

KA-menn réðu illa við FH-ingana og sköpuðu mjög lítið af færum til þess að komast aftur inn í leikinn.

„Mér fannst þeir ekki skapa sér neitt afgerandi í leiknum. Þetta var aðallega hætta þegar Hallgrímur var að fá hann úti, ég var í smá veseni með hann þegar hann var að fá hann.“

Sigurður fer niður í teignum rétt áður en flautað var til hálfleiks og FH-ingar vildu fá vítaspyrnu.

„Þetta var púra víti, þetta hafði engin áhrif á leikinn svo þetta skiptir engu máli. Hann gerir bara mistök eins og við allir.“

Siggi segir að þetta hafi verið andlega erfitt fyrir KA í dag og að þeir hafi nýtt sér það.

„Ég held að þetta hafi bara orðið mjög erfitt fyrir þá. Við vorum mjög þéttir og þeir voru ekki að skapa sér nein færi, það verður andlega erfitt þegar þú ert ekki að skapa þér færi. Þú finnur bara að þú ert ekki að koma þér í leikinn. Þeir brotnuðu og við gengum á lagið og hættum aldrei, við ætluðum aldrei að láta þá skora í þessum leik heldur.“

Björn Daníel skaut á sérfræðinga Stúkunnar á X-inu í vikunni og talaði við Fótbolti.net um það sömuleiðis í viðtali eftir leikinn. Málið varðar umræðuna um gras og gervigras í Íslenskum fótbolta. Hver er hlið Sigurðar í því máli?

„Ég veit ekki hvað svarið er við því. Við erum margir hverjir búnir að spila á grasi alla okkar ævi og erum meiri grasleikmenn, ég bara veit það ekki. Taflann lýgur ekki, við erum að fá flest okkar stig á grasi. Við verðum að gera eitthvað til þess að fá stig á gervigrasi.“

Viðtalið við Sigurð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner